"My name is Lester Burnham. This is my neighborhood; this is my street; this is my life. I am 42 years old; in less than a year I will be dead. Of course I don't know that yet, and in a way, I am dead already."
Á þessum orðum hefst hin stórkostlega kvikmynd, American Beauty, sem vermir efsta sætið á mínum topp 10 lista yfir kvikmyndir. Myndin er snilld frá upphafi til enda en þessi upphafsorð fanga athygli áhorfandans strax og henni sleppir ekki fyrr en myndin er búin.
Fyrir það fyrsta þá er persónusköpunin í American Beauty með ólíkindum. Þar fer apalpersónan, Lester Burnham (Kevin Spacey), fremstur í flokki en meðal annarra meginkaraktera í myndinni eru konan hans, dóttir hans, vinkona dóttur hans, þrír nágrannar hans og enn fleiri. Hver einasta persóna hefur sérstakan persónuleika að einhverju leyti en stundum getur verið erfitt að greina hvað er í gangi í hausnum á þeim. Kevin Spacey tekst í myndinni að skapa einn magnaðasta karakter kvikmyndasögunnar, Lester Burnham. Eftir að ég sá þessa mynd þá komst hann í hóp með mínum uppáhalds leikurum enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann skapar ódauðlegan karakter. Það hafði hann gert áður í myndunum The Usual Suspects og Se7en.
Myndin er mjög dramatísk en inniheldur samt fullt af góðum húmor enda er Lester drepfyndinn á sinn hátt. Það eru líka bara svo mikið af ógleymanlegum atriðum í myndinni sem eru samt svo mínímalísk eitthvað, t.d. þegar (*Spoiler warning*) Lester böstar konuna sína við að halda fram hjá sér (*Spoiler endar*) og þegar hann snappar við matarborðið. Endirinn á myndinni er einnig roslaegur en þar er tilfinningaflæði aðalpersónanna orðið yfirþyrmandi og hinur ýmsustu hvatir ná stjórn á þeim.
Vissulega er myndin vel leikin, tónlistin mögnuð og hún hreinlega vel gerð á allan hátt en ástæðan fyrir því hversu mikið meistaraverk mér finnst American Beauty vera er það hversu svakaleg upplifun það er að horfa á hana. Tilfinningastríð aðalpersónanna er svakalegt og myndin inniheldur hvert snildlarlega atriðið á fætur öðru. Einnig endist myndin mjög vel og ég hef sennilega horft á hana svona 10 sinnum og alltaf haft gaman að. Þeirra sem hafi ekki enn séð þessa mynd þeirra eiga eftir að sjá mikið.
*****
Friday, December 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mér fannst þessi snilld þegar ég sá hana fyrst, en það var í bíó og ég held ég hafi bara séð hana einu sinni síðan þá. Allt of langt síðan.
Post a Comment