4. The Green Mile
Frank Darabount hefur gert tvær frábærar fangelsismyndar; The Green Mile og The Shawshank Redemption. Báðar eru meistaraverk og átti ég erfitt með að ákveða hvor þeirra skyldi fá sæti á Topp 10 listanum mínum. Á endanum varð The Green Mile ofan á þar sem mér finnst hún er einfaldlega betri mynd út í gegn. Myndin inniheldur ótrúlega mikið af áhugaverðum persónum en sá sem er mest normal og mannlegastur er Paul Edgecomb en meðal annara áhugaverðra karaktera má nefna John Coffey ásamt Brutus Howell, Eduard Delacroix, Wild Bill og Percy Wetmore. Myndin gerist á dauðadeild sem fær til sína nýjan dularfullan fanga sem virðist harla ólíklegur til að fremja morð. The Green Mile er magnað bíó út í gegn og alltaf þegar maður heldur að myndin geti ekki orðið magnaðari þá toppar hún sjálfa sig. Sagan sjálf, sem Stephen King, er mjög góð en þegar hann skrifaði hana hafði hann sennilega ekki órað fyrir því að það væri hægt að gera jafngóða bíómynd úr henni og raunin varð árið 1999.
3. Metropolis
Metropolis kom út árið 1927 og mér finnst ótrúlegt að það hafi verið hægt að gera svona flotta bíómynd á þeim tíma. Myndin gerist árið 2026 í borginni Metropolis þar sem verkamennirnir búa í neðanjarðarborg og eru hálfgerðir þrælar. Í myndinni verður Freder, sonur skapara og stjórnenda borgarinnar, ástfanginn af Mariu sem er ein af íbúum neðanjarðarborgarinnar. Freder vill helst af öllu koma á sátt milli Metropolis og neðanjarðarborgarinnar en það re hægara sagt en gert. Það er svo margt ótrúlega flott við þessa mynd, t.d. bara Metropolis borgin í heild sinni, hún er eitthvað svo rosaleg. Atriðið þar sem vélmennaútgáfan af Mariu er vakin til lífsins er líka ein mesta snilld sem ég hef séð í bíómynd. Tónlistin er líka stórgóð sem er algjört möst vegna þess að myndin er hljóðlaus en sennilega hefði Metropolis aldrei getað orðið nærri því jafngóð bíómynd ef hún væri með tali. Það sorglegasta við myndina er þó að rúmlega fjórðungur af upprunulegu útgáfunni er að eilífu glataður og munum við því aldrei fá að bera myndina í heild fyrir okkar augu.
2. 2001: A Space Odyssey
Margir hafa kvartað yfir því að þessi mynd sé hæg og langdreginn og jafnvel leiðinleg. Ég get ekki verið sammála þessu því að þótt myndin sé löng þá naut ég hverrar einustu mínútu enda er myndin frábær frá upphafi til enda. Myndin skiptist í fjóra kafla: The Dawn of men, The Lunar Jouney in the Year 2000, Jupiter mission 18 months later og Jupiter and Beyond the infinitive. 1. kaflinn sýnir samfélag manna áður en þeir þróuðust úr því að vera apar og er hann virkilega góður þrátt fyrir að vera stuttur. Myndin endar svo á einu óhugnanlegasta atriði kvikmyndasögunnar þar sem aðalpersóna myndarinnar, David Bowman, fer í gegnum nokkur stig öldrunar á nokkrum mínútum og endurfæðist svo sem barn. Magnaðasta persónu myndarinnar er hins vegar illmennið, HAL 9000, sem er tölva. 2001: A Space Odyssey er ein af þessum myndum þar sem maður situr límdur við skjáinn allan tímann og hugsar síðan þegar myndin er búin: "Snilld!". Ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá þessa mynd vegna þess að hún er ekki nærri því jafn mögnuð þegar maður sér hana í annað skiptið og það er bara svo rosaleg upplifun að sjá hana í fyrsta sinn.
Thursday, December 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment