Wednesday, December 5, 2007

Vertigo

Kvikmyndin Vertigo kom út árið 1958 og fjallar um hinn lofthrædda lögreglumann, John Ferguson. Vinur John hefur áhyggjur af konunni sinni og fær hann til að njósna um hana. Þar sem John er reyndur leynilögreglumaður gengur nokkuð vel þangað til hann þarf að fylgjast með henni fara upp í ákveðna hæð - þá kemur í ljós að lofthræðslan er öllu öðru yfirsterkara í huga hans.

Þessi mynd er mjög góð í marga staði, t.d. er Jim Stewart sjúklega nettur í hlutverki John Ferguson og plottið kemur skemmtilega á óvart. Einnig koma fram margar sálfræðilegar pælingar eins og þegar John lætur ástkonu sína klæða sig eins og fyrrverandi ástkonu sína. Samt varð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum með myndina. Hún var nokkuð hæg á köflum og ástarsagan var á tíðum klisjukennd og leiðinleg. Samtölin milli persónanna í ástaratriðnunm voru líka oft svo heft að mig langaði til að æla. Einnig kom endirinn nokkuð flatt upp á mig og átti ég erfitt með að skilja hvað hefði raunverulega gerst þegar á horfði á myndina.

Ég hef oft séð betri Hitchcock myndir en þessa en hann hefði frekar átt að einbeita sér að því að gera fleiri spennumyndir heldur en ástarmyndir. Það er samt ótrúlegt hveru misjafnar myndirnar hans eru, allt frá því að vera meistaraverk á borð við The Birds og niður í glatað drasl eins og Topaz. Vertigo er þarna mitt á milli og eins og áður kom fram hafði ég búist við betri mynd, þó að hún sé svo sem alveg ágæt.

***

1 comment:

Siggi Palli said...

Tek undir dóminn á Topaz - slöpp mynd. Ég hef samt aldrei almennilega fílað Birds, veit ekki almennilega af hverju.