Wednesday, December 5, 2007

Topp 10 listinn (5-7)

7. The Silence of the Lambs
Í þessari mynd kynntist ég einni allra eftirminnilegustu persónu sem sést hefur á hvíta tjaldinu; Hannibal Lecter í hlutverki Anthony Hopkins. Hannibal er svo stórbrotinn persónuleiki að maður veit stundum ekki hvort að hann sé snillingur eða kolgeðveikur eða hvort tveggja. Mómentið þar sem hinn kolgeggjaði Hannilbal er fyrst kynntur til sögunnar er í fangelsinu þegar hann segir "A census taker once tried to test me. I ate his liver with some fava beans and a nice chianti" og gefur svo frá sér eftirminnilegt látbragð. Hannibal er þó ekki eina eftirminnilega persónan úr myndinni heldur fjallar hún að stóru leyti um raðmorðingjann Buffalo Bill og er Hannibal fenginn til að hjálpa lögreglunni að góma hann. Þrjár myndir um Hannibal hafa komið út eftir þessa en enginn þeirra getur talist neitt meira en skugginn af forvera sínum.

6. The Good the Bad and the Ugly
Þessi mynd hefur allt til að bera: spennu, dramatík, góða persónusköpun, magnaða tónlist, epísk atriði og ég gæti haldið áfram lengi. Fyrir það fyrsta er hinn stóíski og þögli karakter sem Clint Eastwood tekst að skapa í þessari mynd sennilega sá allra svalasti í kvikmyndasögunni. Tuco (The Ugly) og Angel Eyes (The Bad) eru einnig frábærar persónur hver á sinn hátt. Það sem gerir myndina hins vegar að meistaraverki er frábær tónlist eftir Ennio Morricone og man ég varla eftir því að hafa heyrt jafngóða tónlist í kvikmynd. Í þessi samhengi má nefna atriðið í kirkjugarðinum sem er nokkurs konar uppgjör milli aðalpersónanna þriggja með Ecstacy of gold spilað undir. Algjör epík!

5. A Clockwork Orange
A Clockwork Orange er nokkurs konar blanda af sótsvartri gamanmynd og mikilli dramatík. Til að byrja með fáum við að kynnast hinum illhuga Alex deLarge sem finnst fátt skemmtilegra en að drepa og nauðga. Fyrri hluta myndarinnar sést hann sinna þessum áhugamálum og þá fær maður að sjá hvert snilldarlega atriðið á fætur öðru en þar ber sérstaklega að nefna atriðið á sundlaugarbakkanum sem er dúndrandi snilld. Þegar líður á myndina verður hún ekki alveg jafnskemmtileg en þá kemur hins vegar heimspekilegt ívaf yfir hana og þeirri spurningu er velt upp hvort það sé réttmætt að breyta persónuleika fólks með valdi ef það er breyting til hins betra. Tónlistin í myndinni er einnig mjög góð þó að hún sé að minnstu leyti frumsamin en sinfóníur Beethovens eru notaðar á epískan hátt.

No comments: