Thursday, December 6, 2007

Cannibal Holocaust

Cannibal Holocaust fjallar um hóp ungmenna sem gerir sér ferð í Amazon frumskóginn í leit að mannætum. Ungmennin hyggjast gera heimildamynd um þessa för sína en allt í einu virðist jörðin hafa gleypt þau og ekkert spyrst frá þeim í langan tíma. Leitarflokkur gerir sér þá ferð í frumskóginn þar sem hann finnur filmur hópsins. Þegar leitarflokkurinn er farinn til baka og getur séð það sem er á filmunum kemst að því hver hin hræðilegu örlög ungmennanna voru í raun.

Þessi mynd er hreinn og klár viðbjóður frá upphafi til enda og eftir að hafa horft á hana þakkaði ég fyrir að vera ekki með algjörlega óklippta útgáfu. Meðal þess sem myndin hefur upp á að bjóða eru nauðganir, gróft ofbeldi, stjaksetning og misþyrmingar á dýrum. Af þessum sökum hefur myndin verið bönnuð í heilmörgum löndum, þ.á.m á Íslandi og því er eingöngu hægt að nálgast klippta útgáfu af myndinni hér. Ég hef þó heyrt að Laugarásvídeó sé með óklippta útgáfu undir borði hjá sér.

Auðvitað urðu dýraverndunarsamtök brjáluð þegar myndin kom út enda eru misþyrmingarnar á dýrunum í myndinni algjörlega tilgangslausar og ógeðslegar. T.d. er skjaldbaka krufin í einu atriðinu. Rogero Deodato, leikstjóri myndarinnar, var því kærður og þurfti að borga sekt. Einnig var því haldið fram að fólk hefði verið drepið og nauðgað í alvöru við gerð myndarinnar en Deodato vísaði því algjörlega á bug og það hafa aldrei fundist neinar sannanir þess efnis. T.d. útskýrði hann að konan sem var stjaksett í myndinni sæti í raun á reiðhjólahnakki og að hún héldi spýtunni upp í sér með munninum einum saman.

Cannibal Holocaust hefur haft sín áhrif á kvikmyndsöguna þar sem kvikmyndin, The Blair Witch Project, var stæling á henni. Sennilega hafa margir heyrt um allar draugasögurnar sem spunnust út um þá mynd en þær eru óvenju svipaðar þeim goðsögnum sem til eru um Cannibal Holocaust. Það hefur þó sennilega bara verið eitthvað sölutrikk sem er tilbúningur framleiðenda Blair Witch myndanna.

Í heildina séð hefur þessi mynd upp á fátt annað að bjóða en ofbeldi, morð og viðbjóð en það versta af öllu eru dýramisþyrmingarnar sem eru með öllu tilgangslausar. Maður þarf sennilega að vera masókisti til að geta notið þess að horfa á þessa á mynd því það er ekkert annað en sjálfspíning og þá sérstaklega ef horft er á óklipptu útgáfuna sem ég vil ekki einu sinni ímynda mér hvernig er. Það er þó áhugaverðri spurningu velt upp í myndinni þess efnis hvorir séu meiri villimenn hinn siðmenntaði maður eða mannætur úr Amazon skógi. Annars mæli ég ekki með Cannibal Holocaust nema þá sem eru sjálfspíningarhugleiðingum.

**

No comments: