Sunset Boulevard kom út árið 1950 og þótti merkileg fyrir þær sakir að hún markaði endurkomu Gloriu Swanson á hvíta tjaldið. Gloria hafði verið ein af skærustu stjörnum þöglu tímabilsins en eftir að talið hóf innreið sín í kvikmyndasöguna árið 1927 hafði hún lítið sem ekkert sést og var svo gott sem gleymd árið 1950 þegar Sunset Boulevard kom út. Mörgum öðrum stjörnum frá þögla tímabilinu var boðið hlutverkið á undan Gloriu, þ.á.m. Gretu Garbo og Nancy Pickford.
Það mætti segja að Gloria leiki nánast sjálfa sig í myndinni en Norma Dessman, persónan sem hún leikur, er gleymd kvikmyndastjarna frá þögla tímabililnu sem þráir ekkert heitara en endurkomu á hvíta tjaldið. Norma vinnur hörðum höndum að því að skrifa handrit að mynd þar sem hún mun leika aðalhlutverkið og fær hjálp frá handritshöfundnum Joe Gillis sem er leikinn af William Holden. Norma Dessman minnti mig svoldið á mömmuna í Requiem for a Dream þar sem þær lifa báðar algjörlega í sínum eigin draumkennda heimi og halda að stærsta stund lífs þeirra sé í nánd. Ég er ekki frá því að Norma Dessman hafi verið fyrirmyndin að mömmuni í Requiem for a Dream.
Gloria Swanson fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd og var í kjölfarið boðið hlutverk í fjöldanum öllum af kvikmyndum. Hún hafnaði hins vegar öllum tilboðum sem hún fékk og ákvað að leggja leikhæfileikana á hilluna.
Sunset Boulevard er eins og svo margar aðrar Billy WIlder myndir, mjög góð og vel skrifuð með afþreyingarþörf áhorfandans ofarlega í hugi en missir þó svoldið dampinn undir lokin. Reyndar er Sunset Boulevard sennilega sísta Billy Wilder myndin sem ég hef séð hingað til en þarf það endilega að þýða að hún sé léleg? Nei það þýðir að hún sé geðveik og skelli ég fjórum stjörnum á hana af fimm.
****
Thursday, December 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment