Ég vissi lítið um þennan kvikmyndafræðiáfanga þegar ég valdi fagið síðasta vor en var hins vegar spenntur að sjá hvernig þetta yrði. Ég get ekki sagt annað en að ég sé sáttur með útkomuna enda hefur fagið verið stórskemmtilegt í heildina séð þó svo að vissulega hafi sumt verið skemmtilegra en annað.
Ég hef séð margar góðar bíómyndir síðan í haust og sumar þeirra hafði mig langað til að sjá lengi. Þar ber helst að nefna fimm Billy Wilder myndir sem ég horfði á vegna fyrirlestra um kauða. Þær voru allar mjög góðar og er Billy Wilder nú einn af mínum uppáhalds leikstjórum. Meðal annarra góðra mynda má nefna The General, The Cabinet of Dr. Caligari og World of Glory. Sumar myndirnar voru reyndar í lélegri kantinum en þar fara 8 1/2 og American Movie fremstar í flokki.
Verklegi þáttur fagsins hefur ekki verið stór hingað til þar sem við gerðum aðeins eina stuttmynd á önninni sem var klippt í myndavélinni. Gerð myndarinnar var þó stórskemmtileg enda uppskárum við í Ólympíuliðinu hæstu einkunn af öllum. Við stefnum hins vegar ekki á það að hætta á toppnum enda erum við ákveðnir í að byrja á næstu stuttmynd strax í jólafríinu sem verður þá sennilega notuð sem valfrjálsa verkefnið okkar.
Þriðja verkefni annarinnar er svo þessi blessaða bloggsíða. Ég var ekki nógu fljótur að stofna blogg og dróst því aftur úr strax í upphafi. T.d. skrifaði ég aðeins 7 færslur í september mánuði en þá var Bóbó búinn með 19. Ýmis verkefni og leti ullu því síðan að þegar um 2 vikur voru í deadline átti ég eftir að skrifa 21 færslu. Þetta virðist þó vera að klárast núna þar sem þetta er mín 29. færsla af 30 en sú síðasta verður um Det Sjuende Inseglet. Þrátt fyrir tímaleysi hef ég lagt mikið upp úr því að allar færslurnar séu vandaðar en ekki örfáar línur sem ég hripa niður á blað í flýti.
Ég vona að næsta misseri nái að fylgja haustönninni vel á eftir og ég hef í rauninni enga trú á öðru. Á næsta ári bíður okkar ný stuttmyndagerð, nýr fyrirlestur og fleiri bloggfærslur um alveg helling af skemmtilegum bíómyndum sem við eigum eflaust eftir að sjá.
Friday, December 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment