Friday, December 7, 2007

Superbad

Þegar ég fór á kvikmyndina Superbad í bíó þá bjóst ég nú ekki við miklu en mig hafði ekki órað fyrir því hversu ömurlega leiðinleg og glötuð myndin var í raun og veru. Ég hélt að þetta væri mynd með eitthvað smá afþreyingargildi sem maður gæti nú a.m.k. hlegið yfir en ég hefði varla getað haft meira rangt fyrir mér.

Söguþráður myndarinnar er glataður en hún fjallar um tvo aula sem hafa það mission að fara í ríkið fyrir einhvað menntaskólapartý. Heil mynd um tvo sorglega aula, sem fá síðan þriðja aulann í lið með sér sem er meiri auli en hinir tveir til samans, á leið í eitthvað partý er skefileg pæling. Húmorinn í myndinni er einnig lélegur, hún er illa leikin og endirinn er fyrirsjáanlegri heldur en úrslitin í leik Manchester United og Derby um helgina.

Þegar ég kom af þessari mynd úr bíó var ég hundfúll enda leið mér eins og ég hefði kveikt í 1000 kalli og horft á hann brenna í einn og hálfan tíma. Ég varð svo enn þá pirraðari þegar ég fór á IMDb og sá að Superbad var þar á topp 250 listanum yfir bestu myndir allra tíma. Einu sinni var þessi listi marktækur en núna er hann augljóslega orðinn e-ð markaðstól fyrir framleiðendur ömurlegra mynda sem spamma svo einkunnum á hana til að koma myndinni sinnii á einhvern helvítis lista. Það ætti að lóga þessum andskotum sem stunda þetta.

Superbad er svo ömurleg mynd að hún ekki skilið einkun en ég ætla hins vegar að gefa henni sömu útreið og ömurlegir geisladiskar fengu í sjónvarpsþætinnum Konfekt þegar hann var og hét:

Einkunn: Lélegt
Vægi: 0%

3 comments:

Bóbó said...

Einkunn: Snilld
Vægi: Ómetanlegt

Siggi Palli said...

Ég hafði nú svolítið gaman af þessari... Fannst þér ekki allt McLovin' dæmið svolítið fyndið?

Ari Guðjónsson said...

Því miður þá átti húmorinn í þessari mynd bara ekki við mig. Ég hló samtals svona tvisvar yfir allri myndinni sem verður að teljast mjög slappt fyrir mynd eins og þessa.