Friday, December 7, 2007

Nafn Rósarinnar

Nafn Rósarinnar er skemmtileg sakamálamynd með Sean Connery í aðalhlutverki. Myndin gerist á munkaklaustri á miðöldum þar sem munkurinn, Vilhjálmur af Baskerville (Sean Connery) er fenginn til að rannsaka dularfull morðmál enda var hann áður nokkurs konar Sherlock Holmes miðalda. Þegar sagan heldur áfram fara svo enn dularfyllri hlutir að eiga sér stað sem sér ekki fyrir endann á.

Myndin kom út árið 1986 en hún er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Umberto Eco frá 1980. Bókin er stórgóð og það er gaman að sjá hversu vel tekst að varpa sögunni yfir á hvíta tjaldið. Myndin hefur mysterískan blæ yfir sér og það er oft mjög töff að fylgjast með klausturlífinu og öllum þeim ströngu reglum sem því fylgir, t.d. er masókista atriðið ótrúlega nett.

Það besta við myndina er það hversu vel henni tekst að byggja upp spennu sem magnast upp alveg til loka. Þetta er því ekki svona mynd sem maður gæti hætt að horfa á þegar hún er hálfnuð, það er algjörlega útilokað. Einnig stendur Sean Connery fyrir sínu í aðalhlutverkinu sem og aðrir leikarar í myndinni, þ.ám. F. Murray Abraham sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Amadeus frá 1984. En ég held að Nafn Rósarinnar sé mynd sem allir geti haft gaman að enda er hún stórgóð og æsispennandi.

****

2 comments:

Bóbó said...

Bara fjórar eftir! Vertu meistari, snilld, meistari!

Ari Guðjónsson said...

Þetta er allt að koma