Ég og félagar mínir, Bóbó, Slaníel og Marri, renndum svoldið blint í sjóinn þegar við ákváðum að skrifa þennan fyrirlestur. Enginn okkar hafði séð eina einustu Billy Wilder mynd fyrir utan Some like it hot sem ég hafði séð fyrir rúmu ári. Við höfðum hins vegar heyrt marga góða hluti um kauða og vildum velja einhvern skemmtilegan leikstjóra sem við höfðum ekki séð margar myndir eftir.
Áður en við gerðum fyrirlesturinn horfðum við á fimm myndir eftir Billy Wilder en í tímaröð eru þær: Double Indemnity, The Lost Weekend, Sunset Boulevard, Some like it Hot og The Apartment. Skemmst er frá því að segja að allar þessar myndir eru mjög góðar og jafnframt skemmtilegar og á ég mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ég komst þó að þeirri niðustöðu að The Lost Weekend væri best og vermir hún nú 10. sætið á topp 10 listanum mínum. Hinar myndirnar fylgja þó fast á eftir og eru allar í hópi betri mynda sem ég hef séð.
Þegar við byrjuðum að horfa á þessar myndir áttuðum við okkur strax á því að við hefðum valið réttan mann til að gera fyrirlestur um þar sem myndirnar hans Billy Wilder teljast ekki góðar út af einhverju einum þætti eða atriði heldur eru þær gott bíó út í gegn. Reyndar völdum við 5 frægustu myndirnar til að horfa á og þær sem hafa fengið langbestu dómana þannig að við vitum ekki alveg hvort aðrar Billy Wilder myndir haldi sig á sama klassa. Ég mun þó komast að því fyrr en síðar þar sem ég ætla mér að horfa á fleiri myndir eftir Wilder þegar tími gefst.
Wednesday, December 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég hef aldrei séð lélega eða leiðinlega Billy Wilder mynd. Síðasta myndin hans, Buddy Buddy, kemst líkast til næst því að vera léleg, en hún er engu að síður ágætasta skemmtun. Svo gerði hann eina mynd með Bing Crosby þar sem Bing fékk að ráða öllu, sú mynd er víst ekki góð, en ég hef ekki séð hana.
Sem sagt, ég held ég sé búinn að sjá rúmlega 20 myndir eftir Wilder, og þar af er bara ein svolítið slöpp. Ekki amaleg tölfræði það.
Post a Comment