Saturday, December 8, 2007

Det Sjunde Inseglet

Det Sjunde Inseglet er mynd í leikstjórn Ingmar Bergmans og er því miður eina Bergman myndin sem ég hef séð. Ég mun án efa sjá fleiri myndir með honum á næstunni enda er þessi mynd stórgóð og mjög töff að mörgu leyti.

Myndin gerist á tímum Svarta dauða í Evrópu og fjallar um riddarann Antonius Block sem er nýkominn heim úr Krossferðum. Hann fær svo heimsókn frá dauðanum sem segir að það sé kominn tími í lífinu sé liðinn. Block nær þó að smjaðra sig upp á frest og skorar á dauðann í skák og fær hann þá að lifa svo lengi sem hann tapar ekki

Það svalasta við myndin er klárlega dauðinn, leikinn af Bengt Ekerot, sem er mjög nettur karakter. Þrátt fyrir að hann hafi borið af þá voru hinar aðalpersónurnar líka mjög skemmtilegar. Sagan er einnig mjög góð og hröð enda er myndin aðeins um 90 mínútur. Max von Sydow er einnig mjög góður í hlutverki Antonius Block en sennilega muna flestir eftir honum úr kvikmyndinni The Exorcist.

Det Sjunde Inseglet er mynd sem allir geta haft gaman að og þykir hún einnig vera mjög góð enda var hún margverðlaunuð á sínum tíma. Þessi mynd vakti áhuga minn á Ingmar Bergman sem leistjóra og ef aðrar myndir eftir hann eru jafngóðar og þessi þá hlýtur hann að vera kynngi magnaður leikstjóri.

**** 1/2

6 comments:

Siggi Palli said...

Rosalegur lokasprettur!

Siggi Palli said...

30 færslur
Allar í hæsta gæðaflokki
Aðdáunarverður lokasprettur
10+

Jón said...

Þú getur ekkert alltaf bara komið með lokaspretti þegar þér sýnist. Þú verður að taka þetta á seiglunni og blogga reglulega Ari.

Bóbó said...

Á ekki að drullast til að skrifa einhvern andskotann hérna inn? Þú ferð bráðum að detta í
Semi. Meðalmenni. Semi.

Jón said...

þú lætur ekki segjast

Bóbó said...

Þú neitar að skammast þín