Tökur myndarinnar hófust í síðari hluta febrúar mánaðar en þá höfðum við ákveðið að fá utanaðkomandi leikara til að leika sem flest hlutverk í myndinni þar sem við töldum að finna mætti betri leikara en okkur Ólympíuliðsmenn til að fullkomna myndina. Ákveðið var að Guðmundur Egill Árnason og Sigurður Kjartan Kristinsson mundu leika stærstu hlutverkin og að Baltasar Breki Baltasarsson yrði í þriðja "stóra" hlutverkinu. Siggi Kjartan forfallaðist svo vegna veikinda þannig að gamla Herranæturstjarnan, Ingólfur Halldórsson, fékk að rifja upp gamalkunna takta í staðinn.

Tökur myndarinnar gengu ágætlega þrátt fyrir að við fengum að kynnast því að Guðmundur Egill er einn erfiðasti samstarfsaðili allra tíma þar sem hann á mjög erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. Þar að auki var ónefndur Ólympíuliðsmaður í akkorði við það að eyðileggja tökur með því að lauma inn cameo-um í hvívetna. Eftir þrjá daga af tökum flúði Gummi svo til London til að versla sér jakka í topshop svo við þurftum að hætta í miðjum klíðum.
Eftir þetta varð stopp í stuttmyndagerðinni í heillangan tíma. Bóbó eyddi reyndar heilu laugardagskvöldi í það að importa öllum tökunum inn á klippitölvuna og við byrjuðum að klippa myndina en það var ekki fyrr en síðasta föstudag (11. apríl) að við gátum hafið endurtökur. Þá gekk allt eldsnöggt fyrir sog og við náðum að klippa myndina yfir helgina. Rúmlega 4:00 aðfaranótt mánudags var meistarastykkið fullklárað og haldin var VIP forsýning í Selvogsgrunni 27 sem vakti mikla lukku.

Í heildina litið erum við helvíti sáttir með myndina þrátt fyrir örfáa smávægilega galla á borð við atriðið á lögfræðistofunni, drauga-cameo o.fl. Aftur á móti er heildin mjög vel heppnuð, Bóbó, Gummi og Breki eiga leiksigur, klippingin er góð (sérstaklega í bílasenunni), tónlistin passar vel inn í myndina og listinn heldur áfram. Bubbasagan í byrjun er að sjálfsögðu epísk snilld og er svoldið í anda Quentin Tarantino. Haraldur Þórir Proppé Hugosson stóð sig einnig frábærlega í sinni cameo senu og Árni Þór á fyndnasta móment myndarinnar.
Einkunn myndarinnar: Snilld, meistaraverk, snilld!
1 comment:
Fín umfjöllun. 7 stig.
Post a Comment