Wednesday, April 16, 2008

Bad Taste

Peter Jackson hefur ekki alltaf gert myndir um hobbíta eða ofvaxnar górillur. Hann byrjaði leikstjóraferil sinn nefnilega á því að gera splatter myndir með félögum sínum frá Nýja Sjálandi. Eftir að Lord of the Rings trilogían kom út hafa þessar myndir orðið heimsfrægar og sennilega hafa allir heyrt um myndirnar Braindeads, Heavenly Creatures, Meet the Feebles og síðast en ekki síst Bad Taste sem ég ætla að fjalla um í þessari færslu.

Myndin fjallar um geimverur sem koma til jarðarinnar í geimskipi sem lítur út eins og stórt hús. Takmark geimveranna er að markaðsetja mannakjöt sem skyndibita. Aðalpersóna myndarinnar Derek (serm er leikinn af Jackson sjálfum) og félagar hans reyna að stöðva geimverunnar en Derek lenti í slysi í byrjun myndarinnar gengur hálfgerðan berserksgang eftir slysið. Geimverunnar eru í líki manneskja til að byrja með en breytast svo aftur í sitt rétta útlit í epísku atriði.

Bad Taste er b mynd og augljóst er að Peter Jackson hefu
r ekki haft saman fjármagn við gerð hennar og hann hafði við gerð Lord of the Rings. Tæknibrellurnar eru því heldur kjánalegar á köflum en það gerir myndina bara drepfyndna í staðinn. Splatter atriðin í myndinn eru öll mjög kostuleg og græna sullið sem vellur upp úr geimverunum er óborganlegt.

Ég hef aldrei haft gaman að asnalegum og illa gerðum myndum sem hafa mjög þunnan söguþráð. Bad Taste fellur ve inn í þennan hóp mynda og þér sérstaklega varðandi söguþráðurinn sem inniheldur ekkert plott, engan töff endi o.s.frv. Það er samt eitthvað við Bad Taste sem fær mig til þess að fýla myndina í tætlur. Myndin er sprenghlægileg frá upphafi og sýnir hversu steikt ímundunarafl Peter Jackson og co. hafa verið með á þessum tíma (þá sérstaklega endirinn).



Núna hef ég séð flestar af gömlu Jackson myndunum og allar eru þær stórskemmtilegar. Þetta eru vissulega ekki myndir sem allir geta haft gaman að en einhverra hluta vegna fýla ég þessa vitleysu í ræmur. Sú besta af þessum myndum er óneitanlega brúðumyndin Meet the Feebles. En Bad Taste fylgir fast á hæla hennar og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af blóði, sýru og annarri vitleysu.

*** 1/2

1 comment:

Siggi Palli said...

6½ stig.
Tek undir það að Meet the Feebles er fantafín.