The Devil's Backbone kemur úr smiðja hins snilldarlega leikstjóra Guillermo del Toro sem leikstýrði Pan's Labyrinth og El Orfanato sem ég bloggaði um fyrr í vetur. Þessar myndir eru allar líkar á þann hátt að þær eru nokkuð töfraraunsæar, þ.e. á yfirborðinu er sögð saga eðlilegs fólks en undir niðri krauma töfrarnir og yfirnáttúruleg öfl. Sérstaklega þóttu mér The Devil's Backbone líkar myndir enda koma munaðarleysingjahæli og vofur dauðra krakka fyrir í þeim báðum.
Myndin fer fljótt af stað en hún hefst á því að forsjáraðili drengsins Carlos fara með honum að skoða munaðarleysingjahæli en skilur hann skyndilega eftir, algjörlega upp úr þurru. Þetta upphafsatriði var virkilega tilfinningaþrungið og maður fann mjög til með Carlos þar sem hann hljóp á eftir fóstra sínum með tárin í augunum en allt kom fyrir ekki. Munaðarleysingjahælið sem Carlos þarf að dvelja á er enginn draumastaður. Margir af drengjunum þar eru illkvitnit ásamt sumu starfsfólki. Þar að auki setur ósprengd sprengja og vofa lítils drengs strik í reikninginn.
Þessi hrollvekjandi og spennandi stemmning sem Guillermo del Toro tekst svo oft að skapa í myndum sínum kemur bersýnilega fram í The Devil's Backbone. Myndin er reyndar langdregin á köflum og mætti vera styttri en gæði myndarinnar bæta upp fyrir það. Öll myndin gerist á einum og sama staðnum og að hefur senniolega áhrif á það hversu vel áhorfandanum tekst að lifa sig inn í það sem er að gerast og upplifa andrúmsloftið sem á að ríkja á munaðarleysingjahælinu.
Maður tekur eftir því meira og meira með hverri mínútu sem líður í myndinni að eitthvað gruggugt er á seiði og stórslysið liggur í loftinu allan tímann. Ósprengda sprengjan er líka óneitanlegur forboði um eitthvað slæmt og allt þetta minnir óneitanlega mikið á forboða Íslendingasagnanna. Alltaf verður maður spenntari og spenntari og risið kemur svo í lokin.
The Dveil's Backbone er alveg stórgóð myndin og Guillermo del Toro hefur nú sannað sig fyrir mér sem epískur snilldarleikstjóri. Það er ekkert grín að búa til myndir sem halda áhorfandanum svona rosalegu spenntum og hrylla hann þar að auki heilmikið. The Devil's Backbone er kannski ekki alveg jafngóð mynd og Pan´s Labuyrinth (enda var hún geðveik) en engu að síður mæli ég hiklaust með henni og hver sem horfir á hana ætti ekki að verða fyrir vonbriðgum.
**** 1/2
Tuesday, April 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fín færsla. 6½ stig.
Post a Comment