
Að lenda á Svarta listanum er algjör dauðadómur fyrir Peter og hann ákveður því að drekka sig blindfullan í sorgum sínum sem endar með því að hann lendir í bílslysi og missir minnið. Daginn eftir er hann svo leiddur minnislaus inn í lítinn bæ þar sem bæjarbúar telja að þar sé kominn aftur fyrrum íbúi bæjarins sem hvarf í stríðinu og hefur ekki sést í átta ár. Peter sem veit ekki betur kokgleypir við þessu og byrjar að lifa lífi manns sem hann er ekki.
Það verður að segjast að The Majestic er ekkert sérstök mynd. Sagan verður langdreginn og fyrirsjáanleg eftir því sem líður á myndina og Jim Carrey hefur oft verið betri. Það sem vakti hins vegar áhuga minn við þessa mynd var ritskoðunin sem var í gangi í Hollywood á kalda stríðs árunum sem endurspeglast svo í myndinni. Fulltrúar bandarískra yfirvalda voru látnir lúslesa hvert einasta handrit og leita að einhverju sem gæti mögulega boðað kommúnískan boðskap. Margir fengu á baukinn fyrir að vera of vinstri sinnaðir og maður spyr sig hvort það hafi allt eitthvað verið til í því eftir að hafa séð The Majestic. Það var að sjálfsögðu algjör dauðasynd að vera hallur undir kommúnisma í Bandaríkjunum á þessum tíma enda voru oft gerðar kvikmyndir eingöngu í þeim tilgangi að hreinsa menn af kommúnistaásökunum, t.d. Yankee, Doodle Dandy sem þykir með betri myndum kvikmyndasögunnar.

The Majestic er svona lala mynd sem fáir hafa sennilega gaman að. Það er hægt að finna margar betri afþreyingarmyndir heldur en þessa og það er svo sannarlega hægt að finna betri Jim Carrey myndir heldur en þetta tveggja og hálfs tíma langdregna drama.
**
1 comment:
5 stig.
Post a Comment