Wednesday, April 16, 2008
Kvikmyndafræði 2007-08
1. Blogg
Það var ljóst frá upphafi að bloggfaktorinn yrði mikilvægur hluti af faginu og snemma myndaðist mikil stemmning í bloggheimum þar sem allir kappkostuðu við að ná 30 haustannarfærslunum sínum. Þetta var skemmtilegur hluti af námskeiðinu enda fylgdi honum mikið frelsi; menn máttu blogga um hvað sem þeir vildu hvenær sem þeir vildu. Reyndar var ætlast til þess að menn blogguðu um ákveðanar skyldumyndir en seinna kom fram að það væri óþarfi nema maður hefði ekki mætt í tímann þegar myndin var sýnd og vildi fá skrópið sitt fellt niður. Í upphafi sagði Siggi Palli að nóg væri að skrifa 30 færslur á hverri önn sem væru aðeins 10 línur hver. Það kom strax í ljós að þetta var allt of lár standard enda byrjaði Bóbó strax að bomba niður 1000+ orða færslum - aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Það sást svo þegar gefnar voru einkunnir fyrir haustannarbloggin að einu verðlaunin sem menn fengu fyrir þennan auka metnað voru plúsar sem bættust við tíuna þeirra. Það var svo sem ekkert hægt að refsa öðrum fyrir það að aðrir væru metnaðarfyllri en ætlast var til og því var tekið í notkun þetta snilldarkerfi á vorönn. Ég er mjög sáttur með það því nú uppskera menn nákvæmlega eins og þeir sá. Þannig á það að sjálfsögðu að vera auk þess sem þetta er mun skilvirkara en þó meiri vinna fyrir kennarann. Ég hvet Sigga Palla samt til að halda sig við nýja kerfið á næsta ári ef hann ætlar aftur að kenna kvikmyndafræði næsta vetur.
2. Bíósyníngar
Bíósýningar í vetur voru með tvennum hætti; annars vegar voru hópferðir á íslenskar myndir í bíó og hins vegar valdi Siggi Palli myndir sem við horfðum á eftir skóla á mánudögum/miðvikudögum (fyrir utan tvö skipti; einu sinni fékk lýðræðið að ráða og einu sinni fékk Bjarki Ómarsson að ráða). Tímasetningin á þessum bíósýningum verður að teljast stór galli þar sem þær voru utan stundatöflu. Það getur oft komið fyrir að menn eru að vinna eftir skóla eða að sinna öðrum verkefnum. Ég missti t.d. af nokkrum myndum á vorönn vegna stuttmyndagerðar, prófa í öðrum fögum og Morfís æfinga og sumar þessara mynda hef ég ekki enn náð að sjá, t.d. Man Bites Dog, Suspiria og The Taste of Tea. Flestar myndirnar sem ég sá voru hins vegar mjög góðar þrátt fyrir undantekningar á borð við Funny Games. Svo eru Notorious og 8 1/2 ekki skemmtilegustu myndir í heimi en ég skil af hverju þær voru sýndar vegna áherslunnar sem er lögð á þær í Film Directing Fundamentals. Það er samt eigilega möst að koma þessum bíósýningum einhvern veginn fyrir á stundaskrá. Það getur ekki verið það erfitt að sannfæra Yngva um að hafa þrefaldan tíma einhvern morguninn og síðan einn tvöfaldan og einn einfaldan. Það yrði námskeiðinu a.m.k. mjög til hagsbóta ef þessu yrði komið í kring.
3. Riff kvikmyndahátíð
Riff kvikmyndahátíðin var semí sköll fyrir mig. Ég hef ekkert út á það að setja að hún hafi verið liður í námsekiðinu en það hefði mátt vara okkur við því að sumar myndirnar gætu orðið skelfilega lélegar og jafnvel sýndar í ömurlegum gæðum. Ég byrjaði t.d. á því að fara á myndinu Hiena sem er bæði vandræðalega léleg mynd og var sýnd í fráleitum gæðum. Síðan fór ég á danska mynd sem ég man ekki hvað heitir og hún var þó skömminni skárri. Þau mistök að velja þessar myndir verða þó að skrifast algjörlega á sjálfan mig enda renndi ég nokkuð blint í sjóinn með að fara á þær. Ég hefði átt að vinna mína heimildavinnu áður þ.e.as. hvað varðar gæði myndanna sjálfra ekki MovieCam útgáfuna sem var sýnd í Regnboganum. Ef ég man rétt voru engir tímar þegar Riff hátíðin var í gangi og fannst mér hún góð leið til að brjóta námskeiðið aðeins upp. Kennarinn mætti samt mæla með ákveðnum myndum og vara við öðrum ef hann þekkir eitthvað til.
4. Stuttmynd á haustönn + klippiverkefni
Stuttmyndin á haustönn var skemmtilegt tækifæri fyrir okkur til að fá að kynnast myndavélinni og Triple-Take tækninni. Vissulega var erfitt að gera bíómynd nánast án allrar eftirvinnslu en þetta var mikilvægt að við hefðum prófa að handfjatla myndavélina fyrir seinni stuttmyndina okkar og þetta var sniðug leið til þess. Útkoman á þessum myndum varð misjöfn en flestir kröfsuðu sig vel út úr þessu. Sérstaklega þótti mér Efterfölgeren góð mynd. Það var síðan stórsniðugt að mörgu leyti að láta klippiverkefnið vera þess eðlis að við fengum að klippa þessa mynd mörgum mánuðum eftir að við gerðum hana. Allir hópar pirruðu sig sennilega yfir einhverjum smáatriðum sem voru í myndinni upphaflega en nú fengum við tækifæri til að laga þau. Það var hins vegar mismikið sem þurfti að laga til eftir hópum og verkefnið var því ekki jafnviðamikið fyrir alla. Þar að auki vantaði bút úr okkar mynd inn í klippiforritið þannig að hún kom frekar kjánlega út í einu atriðinu.
5. Leikstjóraheimsóknir
Það var gaman að fá leikstjóra þeirra íslensku mynda sem við höfðum séð í heimsókn enda sköpuðust oft heitar umræður. Leiðinlegasta heimsóknin var þó klárlega þegar Guðný Halldórsdóttir kom og drullaði síðan yfir það seinna opinberlega að engin stelpa hefði verið í tímanum. Femininstinn Guðný hefur sennilega lítið hugsað út í það, heimsku sinnar vegna, að fagið væri valfrjálst og ástæðan fyrir því að enginn stelpa væri þarna var sú að engin stelpa hafði áhuga á því. Ég legg til að Guðný verði ekki fengin í heimsókn aftur. Það var hins vegar áhugavert að fá Björn eldri og Gunnar leikstjóra Astrópíu í heimsókn og það hefði verið gaman ef Baltasar hefði komist líka. Þetta er klárlega liður í námskeiðinu sem ætti að halda áfram með.
6. Seinni stuttmyndin
Ég er nú þegar búinn að senda frá mér tvær færslur á stuttum tíma um þessa seinni stuttmynd þannig að ég veit ekki hvað ég þarf að segja mikið um hana að svo stöddu. Mér fannst allavega mjög gaman að fá tækifæri til að gera stuttmynd en miðað við metnað og vinnu sem ég og félagar mínir lögðum í myndina finnst mér við ekki hafa uppskorið eins og við sáðum. Nú er ég ekki að segja að 9 sé slæm einkunn en ég er ósáttur með okkur einkunn í samanburði við aðrar mun lélegri myndir sem var augljóslega lögð mun minni vinna í.
7. Lokaprófið
Það verður að segjast alveg eins og er að þetta lokapróf er svartur blettur á námskeiðinu. Siggi Palli hefur varið prófið með því að segja að Yngvi banni próflausa áfanga en samt hefur tölvufræði í 4. bekk (sem er stúdentsfag) verið próflaus áfangi síðustu tvö ár og byggist lokaeinkunnin því á símati. Það er því greinilega búið að setja fordæmi fyrir próflausum áföngum og eiitthvað fag ætti að vera próflaust þá er það kvikmyndafræði. Einkunninn á prófinu er engan veginn í samræmi við þá vinnu sem við höfum lagt í fagið í vetur og í raun er það hlægilegt að hún skuli gilda til jafns við námseinkunnina. Prófið var reyndar mjög sanngjarnt að öllu leyti nema því hvað það var hræðilega langt. Það hefði verið fínt ef þetta hefði verið 3 tímar en ég vona að Siggi Palli taki mið af því hversu langt prófið er þegar hann gefur einkunn fyrir það (og þá er ég sérstaklega að tala um 40% spurninguna).
8. Annað
Í heildina litið er ég mjög sáttur með fagið eins og það var í ár. Tímarnir voru vel nýttir, efnið var við skemmtilegt, það var rétt ákvörðun að láta okkur ekki lesa einhverja doðranta um kvikmyndasöguna og það var gaman að fá að kynnast kvikmyndagerð af eigin reynslu. Það eina sem ég hef út á þetta að setja (fyrir utan athyglisverða einkunnagjöf fyrir sinni stuttmyndina) er eins og áður hefur komið fram: tími á bíósýningum og lokaprófið. Ég vona fyrir hönd þeirra sem munu leggja stund á þetta fag næsta vetur og það verði a.m.k. reynt að koma vitinu fyrir Yngva í þessum efnum. Ég efa stórlega að það sé svona rosalega erfitt.
Annars hef ég ekkert annað að segja nema takk fyrir veturinn og takk fyrir mig!
Ari Guðjónsson
Um athyglisverða einkunnagjöf Sigurðar Páls Guðbjartssonar
Fyrr í kvöld birti Siggi Palli einkunnir fyrir stuttmyndirnar á heimasíðunni sinni. Þær voru sem hér segir:
0:15 – 10
Look Around You – 9
Endurfundir – 8,5
Syndir feðranna – 8,5
Númer 46 – 9,5
Eins og sjá má fékk myndin sem við í Ólumpíuliðinu gerðum lægstu einkunn (ásamt Endurfundum) og var t.d. lægri en mynd Bjarka Ómarssonar og félaga, Look Around You. Á þetta má líta.
Fyrsta skrefið í ferlinu var að skila handriti að stuttmyndinni. Einn hópur skilaði handritinu á réttum tíma og hann fékk lægstu einkunn. Einn hópur skilaði handriti sem var ekki notast við því að eigin sögn nenntu þeir ekki að fylgja því. Þessi hópur fékk hæst einkunn. Áður höfðum við farið yfir það hvernig á að byggja upp handrit og þar voru eftirfarandi atriði lögð til grundvallar:
- Undirbúið atburðarásina með því að sýna söguhetjuna við eðlilegar aðstæður.
- Kynnið hvatann til sögunnar. Hvatinn getur verið hvað sem er, en hann verður að hafa sýnileg áhrif á söguhetjuna, því hann hrindir atburðarásinni af stað.
- Byggið upp atburðarásina með röð atburða þar sem söguhetjan reynir að yfirstíga hindranir sem hindra hann í að ná markmiði sínu (meginhvötinni). Hindranirnar ættu sífellt að verða stærri, þangað til hámarkinu er náð.
- Ljúkið atburðarásinni þannig að söguhetjunni takist eða mistakist.
- Ljúkið handritinu á stuttri senu (eða einu skoti) sem sýnir aðstæður söguhetjunnar í lok myndar.
Önnur myndanna sem fékk lægstu einkunn, Syndir feðranna, var eina myndin til að fylgja þessum reglum og þeim var fylgt nákvæmlega. Enginn þeirra mynda sem fékk hærri einkunn en Syndir feðranna fór eftir þessum reglum og flestar voru þær langt frá því.
Skv. wikipedia eiga stuttmyndir að vera 20-40 mínútna langar skv. evrópskum stöðlum. Enginn myndanna náði þessari lengd en ein mynd var þó nálægt því og það var Syndir feðranna sem er 17 mínútur að lengd. Flestar aðrar myndir voru ca. 10 mínútum styttri og hæst dæmda myndin var 8 mínútur. Ef ég man rétt var myndin Look Around you aðeins 4-5 mínútur en það dugði samt til þess að fá 9 þrátt fyrir að lengd myndarinnar væri aðeins rétt rúmur þriðjungur af lengd Synda feðranna.
Það var augljóslega lögð mest vinna í að gera vel leikna mynd hjá okkur í Ólympíuliðinu. Við fengum tvo mjög góða utanaðkomandi leikara í tvö af stærstu þremur hlutverkunum og svo stóð Bóbó líka fyrir sínu og vel það. Ég ætla ekkert að vera að name-droppa neina sem stóðu sig illa í öðrum myndum en þeir taka bara til sín sem eiga.
Hvað varðar klippingu og önnur tækniatriði þá stóðu 0:15 menn sig klárlega langbest þar. Ýmislegt hefði mátt fara betur hjá okkur í Ólympíuliðinu en ekkert var það stórvægilegt að ekki hafi verið hægt að búast við því frá strákpjökkum sem eru nýbúnir að læra á klippiforritið með fikti. Þessi þáttur hefur augljóslega vegið miklu þyngra en allir aðrir við einkunnagjöf Sigga Palla en þrátt fyrir að hann væri eingöngu hafður til tilsjónar þá er 8,5 ekki sanngjörn einkunn miðað við einkunnir annarra mynda.
En hvað nefnir Siggi Palli sem styður það að Syndir feðranna fái lægstu einkunn? Kíkjum á brot af því:
Hér var ýmislegt sem virkaði ekki alveg. Þetta er hiklaust efni í skemmtilega mynd, en einhvern veginn fannst mér eins og það vantaði eitthvað upp á heildarmyndina.
Það að segja „að eitthvað vanti upp á heildarmyndina“ verður að teljast einkennileg athugasemd. Eins og áður kom fram var farið nákvæmlega eftir uppbyggingu á handriti sem farið var yfir í tíma einmitt til þess að heildarmyndin skilar sér. Hvert einasta atriði leiðir af öðru og öll atriðin hafa tilgang sem er svo mikilvægt skv. Robert McKee. Hugsanlega var upphafsatriðið þó í lengri kantinum en það hafði svo sannarlega tilgang.
Hvaða tilgangi gegndi t.d. upphafssenan? Hvernig fleytti hún handritinu áfram?
Hérna koma aftur tvær einkennilegar spurningar enda er þeim báðum auðsvarað: Upphafsenan gegndi þeim tilgangi að sýna aðalpersónu myndarinnar við eðlilegar aðstæður eins og á að gera og hún fleytir handritinu áfram að því leyti að aðalpersónan fær símtal í lok atriðisins þar sem honum er tilkynnt að faðir hans sé látinn. Sagan sem var sögð hefði þó kannski mátt vera aðeins styttri en við nenntum bara ekki að hengja okkur í einhverju mínútuspursmáli.
Sama hvað ég pæli í því þá skil ég ekki af hverju hljóðvinnslan í bílasenunni
ætti að þykja fyndin eða sniðug. Í fyrsta lagi má setja spurningamerki við það að klippa alltaf yfir á pokann í einræðu aðalpersónunnar - það er ekki eins og við séum forvitin um viðbrögð pokans við ræðunni (mér fannst það samt alveg virka). En af hverju í ósköpunum að nota annað umhverfishljóð í skotunum af pokanum -þótt það sé gert viljandi þá virkar það samt viðvaningslega á mig.
Það var augljóst að hljóðvinnslan í bílasenunni var sniðug vegna þess að hún skapaði ákveðna vandræðalega stemmningu milli feðganna sem var vel við hæfi vegna aðstæðnanna sem var pabbinn var búinn að koma syni sínum í. Það að klippa alltaf yfir á líkpokann gerði þögnina enn óþægilegri sem var einnig vel við hæfi vegna þess hversu óþægilega syninum leið og það versnaði bara með hverri mínútu í bílnum. Síðan skil ég ekki af hverju það er “sett spurningamerki” við það tiltekna atriði bara til að til að segja í næstu setningu “mér finnst það samt alveg virka”. Annað umhverfishljóð kom einnig inn í það að gera stemmninguna óþægilega af ofangreindum ástæðum.
Bottom line: Við Ólympíuliðsmenn eyddum gríðarlega miklum tíma og vinnu í það að gera myndina sem besta. Við vorum lengi að skrifa handritið því við vildum að það stæðist allar formkröfur, yrði ekki samhengislaust, samtölin yrðu ekki heft o.s.frv. Til að mynda var fyrsta uppkastinu sem skrifað var nánast eytt algjörlega og það skrifað nokkrum sinnum upp á nýtt og svo breytt smávægilega við tökur til að fullkomna það algjörlega. Við fengum bestu leikarana innan veggja skólans til að leika í myndinni okkar til að tryggja góðan leik. Við kunnum nánast ekkert á Final cut áður en við klipptum myndina en náðum samt að krafsa okkur fram úr þessu og skila klippingu og hljóðvinnslu ágætlega frá okkur. Þar að auki lögðum við líka áherslu á smáatriði og fórum t.d. í retakes þegar við sáum að það vantaði örfá stutt skot hér á þar upp á heildarmyndina. Við hefðum getað gert 4-8 mínútna mynd sem hefði ekki staðist neina af kröfunum um handritagerð, verið illa leikin og með heftum samtölum. Síðan hefðum við líka getað fengið eitthvað klippinörd til að sjá um klippinguna og aðra eftirvinnslu? Hefði það skilað okkur hærri einkunn? Ja maður spyr sig…
Siggi Palli hlýtur að átta sig á því að það er eitthvað bogið við þessa einkunnagjöf hans og það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð hans verða: Mér dettur tvennt í hug:
- Hann tekur mark á athugasemdum okkar og sér að einkunnin sem við fengum var ekki sanngjörn. Í kjölfarið hækkar hann okkur um einn heilan og biðst afsökunar.
- Hann dettur í bullandi afneitun og ver einkunnirnar sínar með kjafti á klóm. Segir að við séum bara að væla og minnir á þegar Bjarki Ómarsson vældi yfir því að hafa bara fengið 3 stig fyrir bloggfærslu hér í den.
Nú er bara að bíða og sjá..
Moulin Rouge
Myndin fjallar um fátæka rithöfundinn Christian (Ewan McGregor) og hefðarvændiskonuna Satine (Nicole Kidman) sem verða ástfangin af hvort öðru. Satone vinnur á Rauðu myllunni (Moulin Rouge) og er neydd til þess að eiga í ástarsambandi við fursta nokkurn af eiganda Myllunnar svo hægt sé að fjármagna sýningu sem sýnd er á staðnum. Satine leikur aðalhlutverkið í sýningunni en Christian er fenginn til að skrifa handritið. Þau eiga í leynilegu ástarsambandi en furstinn er alltaf yfirvofandi og á endanum mun Satine þurfa að eyða nótt með honum.
Moulin Rouge er virkilega flott mynd. Öll umgjörðin er rosalega töff, tónlistin er góð og dans-og söngatriðin eru stórskemmtileg. Einnig er persónusköpunin mjög góð en flestar aukapersónurnar eru mjög ýktar á ýmsan hátt og Kidman og McGregor eiga leiksigur í myndinni. Handritið er frábært og sjaldan hef ég upplifað endi á bíómynd á jafndramatískan og sorglegan hátt.
Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins 2001 en laut í lægra haldi fyrir A Beautiful Mind. Með fullri virðingu fyrir A Beautiful Mins þá er hún mun lakari mynd og því verður þessi Óskarsverðlaunaafhending að teljast rán á hábjörtum degi. Sérstaklega í ljósi þess að mun verri söngvamynd, Chicago, voru veitt Óskarsverðlaun sem besta mynd ári seinna.
Moulin Rouge kemst í hóp með allra bestu myndum sem ég hef séð. Sagan heldur manni í heljargreipum allan tímann, myndin er vel gerð að öllu leyti og söngatriðin eru ekki asnaleg eins og oft vill verða í svona myndum. Sérstaklega er atriðið í fílabeinsturningum skemmtileg en þar er fjölmörgum lögum blandað saman í eitt. Absúrdisminn í myndinni virkar líka mjög vel og gerir það að verkum að sagan er ekki bara hrá ástarsaga heldur svo miklu miklu meira.
*****
Bad Taste
Myndin fjallar um geimverur sem koma til jarðarinnar í geimskipi sem lítur út eins og stórt hús. Takmark geimveranna er að markaðsetja mannakjöt sem skyndibita. Aðalpersóna myndarinnar Derek (serm er leikinn af Jackson sjálfum) og félagar hans reyna að stöðva geimverunnar en Derek lenti í slysi í byrjun myndarinnar gengur hálfgerðan berserksgang eftir slysið. Geimverunnar eru í líki manneskja til að byrja með en breytast svo aftur í sitt rétta útlit í epísku atriði.
Bad Taste er b mynd og augljóst er að Peter Jackson hefur ekki haft saman fjármagn við gerð hennar og hann hafði við gerð Lord of the Rings. Tæknibrellurnar eru því heldur kjánalegar á köflum en það gerir myndina bara drepfyndna í staðinn. Splatter atriðin í myndinn eru öll mjög kostuleg og græna sullið sem vellur upp úr geimverunum er óborganlegt.
Ég hef aldrei haft gaman að asnalegum og illa gerðum myndum sem hafa mjög þunnan söguþráð. Bad Taste fellur ve inn í þennan hóp mynda og þér sérstaklega varðandi söguþráðurinn sem inniheldur ekkert plott, engan töff endi o.s.frv. Það er samt eitthvað við Bad Taste sem fær mig til þess að fýla myndina í tætlur. Myndin er sprenghlægileg frá upphafi og sýnir hversu steikt ímundunarafl Peter Jackson og co. hafa verið með á þessum tíma (þá sérstaklega endirinn).
Núna hef ég séð flestar af gömlu Jackson myndunum og allar eru þær stórskemmtilegar. Þetta eru vissulega ekki myndir sem allir geta haft gaman að en einhverra hluta vegna fýla ég þessa vitleysu í ræmur. Sú besta af þessum myndum er óneitanlega brúðumyndin Meet the Feebles. En Bad Taste fylgir fast á hæla hennar og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa gaman af blóði, sýru og annarri vitleysu.
*** 1/2
Tuesday, April 15, 2008
Hannibal
Myndin er beint framhald af The Silence of the Lambs og fjallar um það þegar Hannibal er á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni á Ítalíu. Lögreglukonan, Clarice Sterling, er sem fyrr í farabroddi í leitinni að Hannibal en í þessari mynd er það Julianne Moore sem leikur hana en ekki Jodie Foster. Anthony Hopkins er þó enn í hlutverki Hannibals enda hefði annað verið epískur skandall.
Hannibal stenst engan veginn samanburð við The Silence of the Lambs. Hannibal er vissulega svalur í myndinni engan veginn jafnsvalur og hann var í forvera sínum þar sem hann stimplaði sig inn sem eitt allra nettasta illmenni kvikmyndasögunnar. Julianne Moore er heldur ekki með tærnar þar sem Jodie Foster var með hælana í hlutverki Clarice Sterling enda fékk Jodie Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í The Silence of the Lambs. Það sem hrjáir myndinni mest er það hvað það gerist lítið í myndinni; Hannibal er á flótta undan löggunni svo er hann enn á flótta undan löggunni og svo er hann enn á flótta undan löggunni. Lítið gerist í myndinni þess á milli fyrir utan nokkur ógeðfelld atriði sem eiga að minna á hversu mikið illmenni Hannibal er. Í rauninni gerðu þau atriði þó fátt annað en að draga úr nettleika hans því mínimalisminn í fari hans var alltaf það svalasta í fari hans. Stór hluti ástæðunnar fyrir því að The Silence of the Lambs var svona góð var hliðarsagan með Buffalo Bill. Hún fullkmonaði myndina algjörlega enda var Buffalo Bill mjög vel sköpuð persóna. Það er ekki hægt að segja það sama um persónurnar í Hannibal enda er ekki nóg að láta persónu vera með ógeðslegt andlit til þess að hún verði áhugaverð.
Augljóst er að þessi mynd var aðeins gerð í þeim eina tilgangi að græða meiri pening á vinsældum The Silence of the Lambs og nú er búið að blóðmjólka þær enn meira með því að gefa út tvær myndir í viðbót; Red Dragon og Hannibal Rising. Red Dragon er reyndar mjög góð og klárlega sú besta af þessum þremur myndum. Fyrsta myndin um Hannibal, Manhunter, kom hins vegar út árið 1986 og er leikstýrð af Michael Mann - ég á enn eftir að sjá hana. Red Dragon var endurgerð á þessari mynd.
Í heildina litið er Hannibal algjörlega óþarft framhald af frábærri kvikmynd og gerir það einungis að verkum að meistarar á borð við Hannibal Lecter eru ekki eins miklir meistarar og þeir eiga skilið að vera í minningunni. Það hefði þurft að leggja miklu meiri vinnu í þessa mynd ef það það átti að verða eitthvað almennilegt úr henni en kannski er framleiðendunum bara drullusama enda skilaði myndin sér vel fyrir þá í budgeti.
***
The Devil's Backbone
Myndin fer fljótt af stað en hún hefst á því að forsjáraðili drengsins Carlos fara með honum að skoða munaðarleysingjahæli en skilur hann skyndilega eftir, algjörlega upp úr þurru. Þetta upphafsatriði var virkilega tilfinningaþrungið og maður fann mjög til með Carlos þar sem hann hljóp á eftir fóstra sínum með tárin í augunum en allt kom fyrir ekki. Munaðarleysingjahælið sem Carlos þarf að dvelja á er enginn draumastaður. Margir af drengjunum þar eru illkvitnit ásamt sumu starfsfólki. Þar að auki setur ósprengd sprengja og vofa lítils drengs strik í reikninginn.
Þessi hrollvekjandi og spennandi stemmning sem Guillermo del Toro tekst svo oft að skapa í myndum sínum kemur bersýnilega fram í The Devil's Backbone. Myndin er reyndar langdregin á köflum og mætti vera styttri en gæði myndarinnar bæta upp fyrir það. Öll myndin gerist á einum og sama staðnum og að hefur senniolega áhrif á það hversu vel áhorfandanum tekst að lifa sig inn í það sem er að gerast og upplifa andrúmsloftið sem á að ríkja á munaðarleysingjahælinu.
Maður tekur eftir því meira og meira með hverri mínútu sem líður í myndinni að eitthvað gruggugt er á seiði og stórslysið liggur í loftinu allan tímann. Ósprengda sprengjan er líka óneitanlegur forboði um eitthvað slæmt og allt þetta minnir óneitanlega mikið á forboða Íslendingasagnanna. Alltaf verður maður spenntari og spenntari og risið kemur svo í lokin.
The Dveil's Backbone er alveg stórgóð myndin og Guillermo del Toro hefur nú sannað sig fyrir mér sem epískur snilldarleikstjóri. Það er ekkert grín að búa til myndir sem halda áhorfandanum svona rosalegu spenntum og hrylla hann þar að auki heilmikið. The Devil's Backbone er kannski ekki alveg jafngóð mynd og Pan´s Labuyrinth (enda var hún geðveik) en engu að síður mæli ég hiklaust með henni og hver sem horfir á hana ætti ekki að verða fyrir vonbriðgum.
**** 1/2
Brúðguminn
Brúðguminn fjallar um Jón sem er miðaldra háskólakennari og hyggst ganga í það heilaga með Önnu sem er ungt stúlka. Brúðkaupið á að eiga sér stað á Flatey í Breiðafirði en þaðan er Anna ættuð og foreldrar hennar reka hótel á eyjunni. Mamma Önnu, Sísí, er peningagráðug gribba sem líkar skelfilega illa við Jón en pabba hennar er frekar chillaður yfir þessu öllu. Samhliða þessari sögu fáum við að fylgjast með annarri sögu sem gerðist þegar Jón ætlaði að gifta sig áður en hann hélt fram hjá með Önnu og hóf ástarsamband með henni.
Það besta við Brúðgumann er frábær persónusköpun. Sísí leikin af Ólafíu Hrönn Gauksdóttur , Sjonni (vinur Jóns) leikinn af Ólafi Darra Ólafsson og presturinn leikinn af Ólafi Egilssyni eru allar drepfyndnar persónur sem halda húmornum í myndinni uppi allan tímann. Flestar aukapersónur myndarinnar eru einnig mjög skrautlegar enda eru Anna og Jón of óáhugaverð til að halda myndinni uppi.
Samanborið við leikritið Ívanov kemur bersýnilega í ljós að sagan sæmir sér mun betur í leikhúsinu enda var hún upphaflega skrifuð sem leikrit. Kvikmyndir byggðar á leikritum hafa svo sem sjaldan orðið að epískum meistaraverkum en myndir á broð við Ran e. Kurosawa (sem er byggð á Lér Konungi) sýna að það er svo sem alveg gerlegt.
Brúðguminn er frekar týpísk íslensk gamanmynd. Hún er ágætis afþreying sem skilur lítið eftir sig og inniheldur Hilmi Snæ á typpinu. Ég hafði gaman að myndinni en það að ég skuli ekki hafa bloggað um hana fyrr en mörgum mánuðum eftir að ég sá hana segir ýmislegt um gæði myndarinnar. Söguþráðurinn er nokkuð óspennandi en skemmtilegar persónur og drepfyndinn atriði halda myndinni gangandi. Brúðguminn er mynd sem er peningasóun að fara á í bíó en þetta er ágætis mynd til að leigja á rólegu kvöldi.
** 1/2
Monday, April 14, 2008
The Majestic
Að lenda á Svarta listanum er algjör dauðadómur fyrir Peter og hann ákveður því að drekka sig blindfullan í sorgum sínum sem endar með því að hann lendir í bílslysi og missir minnið. Daginn eftir er hann svo leiddur minnislaus inn í lítinn bæ þar sem bæjarbúar telja að þar sé kominn aftur fyrrum íbúi bæjarins sem hvarf í stríðinu og hefur ekki sést í átta ár. Peter sem veit ekki betur kokgleypir við þessu og byrjar að lifa lífi manns sem hann er ekki.
Það verður að segjast að The Majestic er ekkert sérstök mynd. Sagan verður langdreginn og fyrirsjáanleg eftir því sem líður á myndina og Jim Carrey hefur oft verið betri. Það sem vakti hins vegar áhuga minn við þessa mynd var ritskoðunin sem var í gangi í Hollywood á kalda stríðs árunum sem endurspeglast svo í myndinni. Fulltrúar bandarískra yfirvalda voru látnir lúslesa hvert einasta handrit og leita að einhverju sem gæti mögulega boðað kommúnískan boðskap. Margir fengu á baukinn fyrir að vera of vinstri sinnaðir og maður spyr sig hvort það hafi allt eitthvað verið til í því eftir að hafa séð The Majestic. Það var að sjálfsögðu algjör dauðasynd að vera hallur undir kommúnisma í Bandaríkjunum á þessum tíma enda voru oft gerðar kvikmyndir eingöngu í þeim tilgangi að hreinsa menn af kommúnistaásökunum, t.d. Yankee, Doodle Dandy sem þykir með betri myndum kvikmyndasögunnar.
The Majestic er svona lala mynd sem fáir hafa sennilega gaman að. Það er hægt að finna margar betri afþreyingarmyndir heldur en þessa og það er svo sannarlega hægt að finna betri Jim Carrey myndir heldur en þetta tveggja og hálfs tíma langdregna drama.
**
Stuttmyndagerð: Syndir feðranna
Tökur myndarinnar hófust í síðari hluta febrúar mánaðar en þá höfðum við ákveðið að fá utanaðkomandi leikara til að leika sem flest hlutverk í myndinni þar sem við töldum að finna mætti betri leikara en okkur Ólympíuliðsmenn til að fullkomna myndina. Ákveðið var að Guðmundur Egill Árnason og Sigurður Kjartan Kristinsson mundu leika stærstu hlutverkin og að Baltasar Breki Baltasarsson yrði í þriðja "stóra" hlutverkinu. Siggi Kjartan forfallaðist svo vegna veikinda þannig að gamla Herranæturstjarnan, Ingólfur Halldórsson, fékk að rifja upp gamalkunna takta í staðinn.
Tökur myndarinnar gengu ágætlega þrátt fyrir að við fengum að kynnast því að Guðmundur Egill er einn erfiðasti samstarfsaðili allra tíma þar sem hann á mjög erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. Þar að auki var ónefndur Ólympíuliðsmaður í akkorði við það að eyðileggja tökur með því að lauma inn cameo-um í hvívetna. Eftir þrjá daga af tökum flúði Gummi svo til London til að versla sér jakka í topshop svo við þurftum að hætta í miðjum klíðum.
Eftir þetta varð stopp í stuttmyndagerðinni í heillangan tíma. Bóbó eyddi reyndar heilu laugardagskvöldi í það að importa öllum tökunum inn á klippitölvuna og við byrjuðum að klippa myndina en það var ekki fyrr en síðasta föstudag (11. apríl) að við gátum hafið endurtökur. Þá gekk allt eldsnöggt fyrir sog og við náðum að klippa myndina yfir helgina. Rúmlega 4:00 aðfaranótt mánudags var meistarastykkið fullklárað og haldin var VIP forsýning í Selvogsgrunni 27 sem vakti mikla lukku.
Í heildina litið erum við helvíti sáttir með myndina þrátt fyrir örfáa smávægilega galla á borð við atriðið á lögfræðistofunni, drauga-cameo o.fl. Aftur á móti er heildin mjög vel heppnuð, Bóbó, Gummi og Breki eiga leiksigur, klippingin er góð (sérstaklega í bílasenunni), tónlistin passar vel inn í myndina og listinn heldur áfram. Bubbasagan í byrjun er að sjálfsögðu epísk snilld og er svoldið í anda Quentin Tarantino. Haraldur Þórir Proppé Hugosson stóð sig einnig frábærlega í sinni cameo senu og Árni Þór á fyndnasta móment myndarinnar.
Einkunn myndarinnar: Snilld, meistaraverk, snilld!
Friday, March 21, 2008
El Orfanato
El Orfanato var tilnefnd til 14 Goya verðlauna en vann 7 þeirra, samt ekki fyrir bestu mynd. Þar að auki hefur myndin verið að fá mjög góða dóma og er með 7,8 á IMDb (sem er reyndar ekkert að marka) en þykir ekki vera í sama klassa og þessar allra besta spænsku myndir á borð við El laberinto del Fauno
En hverjum er annars ekki drullusama um það allt saman því í þessari færslu er það mitt álit sem gildir - enda mitt blogg. Ég skellti mér einmitt í Regnbogann í gærkvöldi til að sjá El Orfanato á Græna ljósinu. Sagt er að salurinn loki um leið og Græna ljóss myndir byrja en ég komst að því í gær að það er tómt kjaftæði þar sem ég hef aldrei verið ónáðaður jafnmikið af rápandi bíógestum.
Söguþráður myndarinnar er mjög týpískur; sá sami og í flestum öðrum hrollvekjumyndum. Myndin gjallar sem sagt um tvö hjón og barnið þeirra sem búa í gömlu húsi sem var áður munaðarleysingjahæli Barnið er skyggnt og sér krakka sem dvöldu í húsinu þegar það hýsti munaðarleysingja og síðar fara dularfullir hlutir að eiga sér stað sem virðast tengjast sögu hússins að einhverju leyti. Allir hafa séð mynd með þessum söguþræði – oftast eru þær fyrirsjáanlegar og ömurlegar. Hins vegar er sagan virkilega vel útfærð í El Orfanato og plottið er stórgott og mjög ófyrirsjáanlegt. Einnig tekst að skapa þessa spennandi hrollvekjustemmningu sem ríkir í myndinni frá upphafi til enda. Eins gott að það er ekki hlé á myndum Græna ljóssins, það hefði eyðilagt myndina algjörlega. Myndin hefði hins vegar mátt enda svona fimm mínútum fyrr en hún gerði því þetta var orðið frekar kjánlegt undir blálokin.
Leikararnir í myndinni standa sig ágætlega, svo sem enginn stjörnuleikur. Þar að auki er lítill strákur í mjög stóru hlutverki þannig að kannski var ekki hægt að búast við öðru frá honum. Handritið er hins vegar mjög gott enda inniheldur það skemmtilegt plott sem sennilega enginn sér fyrir. Þar fyrir utan er myndin vel gerð að flestu leyti og sérstaklega fannst mér gott hvernig tónlistin hafði mikil áhrif í sumum atriðum.
Það virkilega langt síðan ég sá góða hrollvekjumynd síðast. Það liggur við að maður hafi verið farinn að sniðganga allar hrollvekjumyndir sem koma út; svo litla trú hafði maður á þeim. Juan Antonia Bayona tókst hins vegar hið ómögulega með El Orfanato, að búa til góða hrollvekjumynd þrátt fyrir að sögurþráðurinn væri svona rosalegu klisjukenndur og ófrumlegur. Einnig verð ég að minnast á “bregðuatriðin” í myndinni sem voru allsvakaleg. Nokkrum sinnum í myndinni brá mér svo rosalega að ég fékk gæsahúð að innan og sat stjarfur þó nokkra stund á eftir. Tær snilld.
El Orfanato er fyrsta alvöru myndin sem Juan Antonia Bayona leikstýrir og sá byrjar með trukki. Ef hann heldur áfram að bæta sig í framtíðinni þá gæti hann orðið einn a fremstu leikstjórum Spánverja. Ætli næsti Pedro Almódovar sé fundinn?
Í heildinna litið er El Orfanato mjög góð mynd og kemst hún í hóp með betri hrollvekjumyndum sem ég hef séð. Myndinni svipar að mörgu leyti til The Others sem kom út fyrir nokkrum árum en þar var Nicole Kidman í aðalhutverki. Það er erfitt að segja til um hvor þessara mynda er betri en báðar eru þær mjög góðar. Ég held að El Orfanato sé mynd sem flestir sem hafa taugar til ættu að hafa gaman að og það er algjört möst að sjá hana í bíó ef fólk ætlar að sjá hana á annað borð – hún yrði nokkrum klössum verri ef maður sæi hana heima í stofu.
****
Tuesday, March 18, 2008
Oldboy
Oldboy er ekki ein af þessum myndum sem er lengi að komast í gang vegna langrar kynningar á aðalpersónum heldur vindur hún sér beint í efnið á fyrstu mínútu. Framan af er aðeins ein persóna í myndinni, Oh Dae-su, sem er settur í einagrun án þess að hann viti af hverju. Hann dúsir í einangrunni án neinna samskipta við umheiminn í 15 ár en á þeim var aldrei talað við hann og hann fékk aldrei að vita fyrir hvað hann var einangraður, af hverjum eða hvers vegna. Eftir 15 ár vaknar hann svo á húsþaki án þess að fá neina skýringu á því hvað hann hafi gert til að verðskulda svona langa vist í einangrun.
Eftir því sem líður á myndina fylgjumst við með Oh Dae-seu hefja líf sitt að nýju og verður hann ástfanginn stúlkunni, Mi-do. Smám saman skýrist það svo hver hafi staðið fyrir því að einangra hann og hvers vegna en það kemur þó ekki full útskýring fyrr en í lokaatriðinu sem er epískt í meira lagi og sjaldan hef ég séð svakalegri endi á bíómynd. Þar reynir líka aldeilis á aðalleikar myndarinnar, Choi min-sik, en hann á algjöran stjörnuleik í myndinni.
Næsta efnisgrein inniheldur spoilera
Sjaldan hef ég séð jafnútpælt og ófyrirsjánlegt plott í bíómynd eins og það að láta Mi-do vera dóttur Oh Dae-sue. Þessi hefnd er svo ótrúlega þaulhugsuð og geðsjúk að það liggur við að maður sé ekki samur eftir að hafa horft á þess mynd - þó svo að þetta sé bara bíómynd. Viðbrögð Oh Dae-su í lokaatriðinu eru líka vel við hæfi þar sem hann skríður um eins og hundur og sker svo úr sér tunguna bara fyrir það að Mi-do þurfi ekki að fá að vita af þessu líka. Það eina sem mér fannst vera galli í sögunni er það hvað dáleiðsla var mikið notuð en það minnkar trú manns á þessu að nánast allt gerist fyrir tilverknað dáleiðslu.
Spoilerum lýkur
Leikstjóra myndarinnar tekst að skapa mjög sérstaka stemmningu út í gegnum myndina og tók ég sérstaklega eftir því að hann notar nálægð við persónurnar meira en venjulegt þykir. Klippingin er einnig mjög góð og tónlistin, Með stórgóðum leikurum, góðri uppbyggingu og áhugaverðum söguþræði smellur þetta allt saman og úr verður þrusugóð bíómynd.
Eins og ég sagði áður þá er myndin byggð á samnefndum Manga sjónvarpsþáttum og eftir á að hyggja tel ég að sagan mundi njóta sín betur í sjónvarpsþáttaformi. Það er svo mikið sem gerist á þeim tíma sem myndin spannar og það væri hægt að gera svo miklu meira úr þessum frábæra söguþræði ef hann þyrfti ekki að rúmast innan tveggja klukkutíma. Svo sé ég fyrir mér svakalegan lokaþátt þar sem lokaatriði myndarinnar er endanlegt climax. Mig langar rosalega til að sjá þessa Manga þætti en það er náttúrulega ekki nærri því jafngaman að sjá þá núna þegar maður veit plottið.
Oldboy er ein besta mynd síðustu ára sem ég hef séð og fáar myndir hafa haft jafnmikil áhrif á mig. Þessi mynd hefur allt að bera: góðan söguþráð, góðan leik, góða tónlist og sjúkt plott. Ef einhver hefur ekki enn séð þessa mynd þá er hann að missa af alveg fáránlega miklu.
*****
Wednesday, February 6, 2008
Funny Games
Handritshöfundur myndarinnar hefur hins vegar augljóslega sleppt þeim áfanga í kvikmyndaskólanum þar sem hann átti að læra hvernig maður eyðileggur ekki góðar bíómyndir. EN það var einmitt málið með Funny games. Þegar rúmur klukkutími var búinn þá er byrjað á því að drepa litla strákinn sem jafnframt drepur niður alla spennuna og óttast sem hafði skpast hjá áhorfendum síðustu 60 mínúturnar enda fara bófarnir í kjölfarið. Á eftir því gengur svo í garð eitt allra leiðinlegasta og glataðasta atriði kvikmyndasögunnar þar sem við fylgjumst með foreldrunum í langdregnu og leiðinlegu skoti. Allt sem gerist eftir þetta í myndinni er glatað. Þessi mynd er ágætis dæmi um það hvernig bíómynd á að vera (fyrri hlutinn) og hvernig bíómynd á ekki að vera (seinni hlutinn). Maður lætur t.d. persónurnar hvorki tala beint við myndavélina nema allir eiga að detta út úr myndinni sem þeir voru byrjaðir að lifa sig inn í. Og atriðið þar sem var spólað til baka eftir að annar bófinn var drepinn var ekki bara glatað heldur virkilega pirrandi. Þá langaði mig til að labba út en ég sat nú samt inni til enda til þess að halda mætingunni sem ég var búinn að fá.
Myndin hélt svo bara áfram að versna, varð sífellt langdregnari og endirinn var ömurlegur. Ég veit ekki af hverju það er verið að búa til svona fáránlegar myndir og það sem er mest óþolandi er að maður heldur að hún sé góð fyrri helming myndarinnar. Þetta er svona eins og að eitthvað fótboltaleik sé að vinna leik 2-0 í hálfleik en skori síðan hundrað þúsund sjálfsmörk í seinni hálfleik. Það er ekkert annað en sjálfsdrjólunarháttur af verstu og glötuðustu gerð. Fynny Games fær fjórar stjörnur fyrir fyrri hlutann en mínus tvær fyrir seinni hlutann.
**
Six Feet Under
Kveikjan að því að ég byrjaði að horfa á Six Feet Under í síðasta jólafríi var svakaleg lýsing Ingólfs Halldórssonar á téðum þáttum sem má finna á bloggsíðu hans. Núna þegar ég er búinn að horfa á alla 63 þættina þá get ég ekki sagt annað en að ég sé ósáttur. Ég er ósáttur með að vera búinn að horfa á þessa snilldarlegu þætti út í gegn vitandi það að ég mun sennilega aldrei aftur upplifa sjónvarpsefni sem kemst með tærnar þar sem Six Feet Under er með hælana. Það er svo sem til fullt af góðu sjónvarpsþáttumi en Six Feet Under er bara algjörlega sér á báti. Þessir þættir verða seint, ef einhvern tímann, toppaðir. Ég geng þó ekki jafnlangt og hann Ingólfur vinur minn með því að segja að þetta sé besta sjónvarpsefni ever vegna þess að allir vita að enski boltinn og meistaradeildin eru besta sjónvarpsefni ever en á mínum topplista yfir sjónvarpsþætti trónir Six Feet Under pikkfast á toppnum.
Höfundur þáttanna, Alan Ball, skrifaði einnig að handritið að bestu bíómynd sem ég hef séð, American Beauty og því er hann með fast sæti á mínum lista yfir menn sem ætti að taka í guðatölu. En það er alveg ótrúlegt hversu góð handrit maðurinn getur skrifað – svona ólíka ótrúlegt og það hversu góður Cristiano Ronaldo er góður í fótbolta. Persónusköpunin í SFU er með eindæmum góð, conceptið í þáttunum er mjög sniðugt þó svo að það hafi hljómað illa þegar ég las um það fyrst, allt tilfinningaflæði í þáttunum hefur gífurleg áhrif á mann því maður nær að bonda svo vel við persónurnar frá byrjun og endirinn er eitt það allra svakalegasta sem ég hef séð.
Ég geri mér þó grein fyrir því að SFU er ekki sjónvarpsefni sem allir
geta gengið í og elskað frá byrjun. Margir mundu jafnvel kalla þetta þynglindislegt vælusjónvarpsefni. Ég held þó að allir sem horfa á þættina út í gegn verði ekki sviknir þó svo að þeir þurfi nokkra þætti í byrjun til að detta inn í þetta. Vissulega eru þættirnir þó þunglyndislegir enda spila djúpar tilfinningar stórt hlutverk og dauðinn er ávallt yfirvofandi þannig að ef fólk er í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum þá er SFU kannski ekki besta meðalið.
Í stuttu máli fjalla þættirnir um fjölskyldu sem rekur útfarastofu og þeirra nánustu. Bræðurnir David og Nate sjá um reksturinn en systir þeirra og móðir búa einnig á Funeral heimilinu. Mamman er klárlega leiðinlegasta persónan í þáttunum og það er jafnframt stærsti galli þáttanna hvað hún er alltaf ógeðslega leiðinleg og grenjandi. Hinar persónurnar eru samt það áhugaverðar að þær vinna þetta upp og þar fara Nate og Keith fremstir í flokki. Mér fannst líka sniðugt að láta David vera homma til að auka fjölbreytnina í þáttunum en seinna komst ég að því að það er bara vegna þess að Alan Ball er sjálfur hommi og hann treður hommum inn í öll handrit sem hann skrifar. Lykilatriði í því hvað persónusköpunin er góð er líka hlutverk leikaranna en SFU eru geigvænlega vel leiknir þættir og væri ég til í að sjá meira af mörgum leikurunum þaðan.
Næsti hluti inniheldur spoilera. Ef þú hefur ekki horft á Six Feet Under þættina þá skaltu ekki eyðileggja fyrir þér með því að lesa áfram - þú munt sjá eftir því!
Dauðsföllin í byrjun þáttana eru misáhugaverð og vissulega standa þau upp úr þar sem lykilpersónur dóu. Hins vegar eru mörg þeirra mjög eftirminnileg eins og þegar gæinn sem var á sýrutrippi stökk niður af þakinu og svo var askan hans send til fjölskyldu Lindu. Það var líka snilld þegar allar uppblásnu kynlífsdúkkurnar fóru upp í loft og einhver gömul geðveik gella hélt að þetta væru englar og dó svo í kjölfarið. Svo var líka þegar röð tilviljana eftir að einhver gæi ákvað að vaða uppi í Indverjabúð leiddi til dauða búðareigandans.
Allar seríurnar fylgja svipaðri formúlu en þær byrja á einhverju svakalegu eins og þegar Nathaniel dó í fyrstu sériunni og dala svo þangað til í svona 8. -9. þætti og þá kemur annað klæmax, t.d. eins og í 2. seríu þegar Nate var að glíma við AVM. Þess á milli er einfaldlega verið að fylgjast mað hversdagslegu lífi aðalpersónanna og þá það hlómi grútleiðinlegt það er það þvert á móti stórskemmtilegt. En vissulega er enn skemmtilegra þegar eitthvað fer að gerast. Oft enda seríurnar í miðju klabbinu og því get ég ekki ímyndað mér hvernig það hefði verið að fylgjast með þáttunum þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi – ég hefði að minnsta kosti ekki meikað biðina á milli þátta, hvað þá milli sería.
Það er svo ótrúlega mörg geðveik atriði úr SFU sem sitja lengi í manni á borð við dauða Nathaniels, dauða Nate, allur þátturinn þar sem David tók upp puttalinginn, þegar Nate fór í aðgerð og síðast en síst lokaatriðið sem er ein dúndrandi snilld. Það er ótrúlega sorglegt að fylgjast en samt gleðilegt á sinn hátt líka vegna þess að maður sér að öllum tókst að lifa löngu, góðu og hamingujsömu lífi þrátt fyrir allt sjittið sem á undan hafði gengið.
Það verða ekki fleiri spoilerar héðan í frá
Það vekur upp blendnar tilfinningar að vera búinn að horfa á alla þættina, sem komu út á fjórum árum” á rúmum einum og hálfum mánuði. Kannski hefði maður notið þeirra meira á lengri tíma en eins og ég sagði áðan þá hefði ég aldrei meikað biðina. Það versta er þó að hugsanlega mun ég aldrei sjá sjónvarpsþætti í þessum klassa aftur á ævinni. Ég mæli með því allir sem fýla gott stöff láti SFU ekki fara fram hjá sér vegna þess að þessir þættir eru gullnáma fyrir ykkur en þeir sem eru vanir að horfa á drasl eins og Two Weeks Notice - þeir skulu bara halda sig við Friends.
*****