Wednesday, February 6, 2008

Funny Games

Ég var helvíti sáttur mað byrjunina á þessari mynd. Atburðarásin var hröð, maður var fljótur að detta inn í myndina og mér fannst conceptið sniðugt. Þegar bófarnir héldu þessari saklausu fjölskyldu í gíslingu það var maður alltaf á nálum yfir því að e-ð slæmt mundi gerast og uppbyggingin minnti mig á SFU þáttinn með puttalingnum (fyrir þá sem hafa séð það) og þar er ekki leiðum að líkjast. Bófarnir tveir voru mjög dularfullir og maður skyldi ekki hvað pointið var með leiknum sem þeir voru að spila en maður beið eftir að fá að vita það – það hlaut að vera einhver snilld. Það voru líka mjög góð og spennandi atriði í myndinni eins og þegar strákurinn reyndi að flýja í næsta hús.

Handritshöfundur myndarinnar hefur hins vegar augljóslega sleppt þeim áfanga í kvikmyndaskólanum þar sem hann átti að læra hvernig maður eyðileggur ekki góðar bíómyndir. EN það var einmitt málið með Funny games. Þegar rúmur klukkutími var búinn þá er byrjað á því að drepa litla strákinn sem jafnframt drepur niður alla spennuna og óttast sem hafði skpast hjá áhorfendum síðustu 60 mínúturnar enda fara bófarnir í kjölfarið. Á eftir því gengur svo í garð eitt allra leiðinlegasta og glataðasta atriði kvikmyndasögunnar þar sem við fylgjumst með foreldrunum í langdregnu og leiðinlegu skoti. Allt sem gerist eftir þetta í myndinni er glatað. Þessi mynd er ágætis dæmi um það hvernig bíómynd á að vera (fyrri hlutinn) og hvernig bíómynd á ekki að vera (seinni hlutinn). Maður lætur t.d. persónurnar hvorki tala beint við myndavélina nema allir eiga að detta út úr myndinni sem þeir voru byrjaðir að lifa sig inn í. Og atriðið þar sem var spólað til baka eftir að annar bófinn var drepinn var ekki bara glatað heldur virkilega pirrandi. Þá langaði mig til að labba út en ég sat nú samt inni til enda til þess að halda mætingunni sem ég var búinn að fá.


Myndin hélt svo bara áfram að versna, varð sífellt langdregnari og endirinn var ömurlegur. Ég veit ekki af hverju það er verið að búa til svona fáránlegar myndir og það sem er mest óþolandi er að maður heldur að hún sé góð fyrri helming myndarinnar. Þetta er svona eins og að eitthvað fótboltaleik sé að vinna leik 2-0 í hálfleik en skori síðan hundrað þúsund sjálfsmörk í seinni hálfleik. Það er ekkert annað en sjálfsdrjólunarháttur af verstu og glötuðustu gerð. Fynny Games fær fjórar stjörnur fyrir fyrri hlutann en mínus tvær fyrir seinni hlutann.

**

2 comments:

Jón said...

Meistaraverk, snilld, meistarverk! 1300 orða endurkoma er alveg vel epískt.

Siggi Palli said...

6 stig.