Til að byrja með er The General ótrúlega fyndin mynd. Buster Keaton nýtir sér hvern einasta möguleika að brandara og margir hverjir eru það fyndið að maður gæti grenjað af hlátri. Einnig leikur Keaton aðalhlutverk myndarinn mjög vel. Þá að það reyni kannski minna á þögla leikara þá þurfa þeir að lýsa tilfinningum sínum með svipbriðgum einum saman og það tekst Keaton frábærlega vel, sérstaklega í byrjun þar sem hann verður hálf-þunglyndur eftir að hafa ekki fengið inngöngu í herinn. Aðrir leikara sýna viðunandi frammistöðu en þeir blikna í samanburði við Keaton sjálfan.
Myndin heldur góðum dampi allan tímann og inniheldur mikið af eftirminnilegum atriðum. Aftur á móti er myndin mjög stutt, einungis 70-80 mínútur, þannig að hún er nánast búinn þegar hún er rétt að byrja. Maður hefði ekki hatað það ef myndin væri svona 20 mínútum lengri, þ.e. 20 mínútur í viðbót af snilld.
Ég held að The General sé mynd sem allir geti haft gaman að þó að hún sé svarthvít, þögul og 80 ára gömul. Hún er ekki bara fyndin og skemmtileg heldur líka mjög góð og eftirminnileg. Það ætti því enginn að verða svikinn af þessu meistaraverki Buster Keaton.
****1/2
No comments:
Post a Comment