
Myndin hefst á því að hæstarréttardómari les upp bréf sem rifjar upp hluta af fortíð hennar sem hún hefði helst viljað vera búin að gleyma. Restin af myndinni gerist á vistheimili fyrir vandræðaunglinga (Veðramót) og upplýsir innihald bréfsins fyrir áhorfendum. Aðalpersónur myndarinnar, Selma og Blöffi, hippa-kærustupar úr borginni ákveða að byrja að vinna á Veðramótum og rífa staðinn upp. Vistmennirnir eru hver öðrum dularfyllri og hinir nýju starfsmenn velta því mikið fyrir sér hvers vegna sumir þeirra voru vistaðir á Veðramót.
Leikarar myndarinnar standa sig nokkuð vel og kom það sérstaklega á óvart hversu góðir unglingarnir voru. Þeir sem stóðu upp úr voru Hilmir Snær sem er ávallt solid og Hera Hilmarsdóttir. Myndin hefur einnig mjög góðan stíganda og oft fær áhorfandinn á tilfinninguna að eitthvað rosalegt sé í nánd. Sagan er ágætlega skrifuð og mikið er lagt upp úr frumlegri persónusköpun en aftur móti bjóst maður við stærra climaxi. Einnig er endirinn nokkuð snubbóttur.
Í heildina fannst mér Veðramót vera mjög góð mynd og er sennilega besta íslenska kvikmyndin í langan tíma. Hún toppar vissulega ekki myndir á borð við Engla Alheimsins og Opinberun Hannesar II en myndin er mjög vel gerð, spennandi og frábær skemmtun.
***1/2
No comments:
Post a Comment