Ég skellti mér loksins á Veðramót um helgina eftir að hafa frestað því allt of lengi. Ég var orðinn nokkuð spenntur fyrir myndinni þar sem hún hefur verið að fá ágætis dóma og einnig koma leikstjórinn, Guðný Halldórsdóttir, til okkar í tíma um daginn. Þá var ég í hópi fárra sem höfðu ekki séð myndina en eftir því sem leið á umræðurnar langaði mig allta meira og meira að sjá myndina til að vita hvað var verið að tala um.
Myndin hefst á því að hæstarréttardómari les upp bréf sem rifjar upp hluta af fortíð hennar sem hún hefði helst viljað vera búin að gleyma. Restin af myndinni gerist á vistheimili fyrir vandræðaunglinga (Veðramót) og upplýsir innihald bréfsins fyrir áhorfendum. Aðalpersónur myndarinnar, Selma og Blöffi, hippa-kærustupar úr borginni ákveða að byrja að vinna á Veðramótum og rífa staðinn upp. Vistmennirnir eru hver öðrum dularfyllri og hinir nýju starfsmenn velta því mikið fyrir sér hvers vegna sumir þeirra voru vistaðir á Veðramót.
Leikarar myndarinnar standa sig nokkuð vel og kom það sérstaklega á óvart hversu góðir unglingarnir voru. Þeir sem stóðu upp úr voru Hilmir Snær sem er ávallt solid og Hera Hilmarsdóttir. Myndin hefur einnig mjög góðan stíganda og oft fær áhorfandinn á tilfinninguna að eitthvað rosalegt sé í nánd. Sagan er ágætlega skrifuð og mikið er lagt upp úr frumlegri persónusköpun en aftur móti bjóst maður við stærra climaxi. Einnig er endirinn nokkuð snubbóttur.
Í heildina fannst mér Veðramót vera mjög góð mynd og er sennilega besta íslenska kvikmyndin í langan tíma. Hún toppar vissulega ekki myndir á borð við Engla Alheimsins og Opinberun Hannesar II en myndin er mjög vel gerð, spennandi og frábær skemmtun.
***1/2
Friday, September 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment