En lengi getur vont versnað. Ég komst fljótt að því ég hafi ekki bara haft fyrir því að fara í bíó til að sjá mynd í skelfilegum gæðum heldur einnig til að sjá ömurlega mynd. Söguþráður myndarinnar var óáhugaverður og byggðist á því að aðalpersóna myndarinnar tók kjaftasögu frá félögum sínum of alvarlega. Síðan var rembst við það að byggja upp spennu í myndinni t.d. með því að taka upp sömu víðskotin aftur og aftur sem varð mjög þreytandi á endanum.
Myndin náði aldrei neinum dampi og maður náði aldrei að detta inn í myndina. Sennilega er þar miklu um að kenna lélegum hljóðgæðum þar sem myndin spilar mikið út á það að búa til stemmningu út frá tónlist og öðrum hljóðum. Öll hljóð og tónlist hljómuðu hins vegar eins og ískur í þessari bíóferð.
Myndin skilur lítið sem ekkert eftir sig nema það hversu ömurlegt það hlýtur að vera að búa í Póllandi ef maður er fátækur. Ég velti því hins vegar mikið fyrir mér eftir sýninguna af hverju það væri verið að sýna mynd sem þessa á Riff kvikmyndahátið og af hverju er verið að sýna hana í svona lélegum gæðum. Þetta eru ekkert annað en slæleg vinnubrögð aðstanda hátíðarinnar sem gera ekkert annað en að koma slæmu orði á eflaust ágætis kvikmyndahátið.
No comments:
Post a Comment