
Pælingin á bak við American Movie hlýtur að vera sú að leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, Chris Smith, hafi einn daginn rekist á Mark og félaga fyrir tilviljun og séð hvað þeir væru fáránlegir. Hann hefur svo fengið þá snilldarhugmynd að græða á þeim með því að gera tveggja tíma heimildamynd sem sýnir þá í action allan tímann. Þetta virkar ágætlega til að ná fram nokkrum drepfyndnum atriðum en til lengdar verður mynd sem þessi langdregin. Annar ókostur við myndina er að áhorfandinn fær litla samúð með Mark sem á þann draum heitastan að meika það í kvikmyndabransanum enda er hann, eins og áður kom fram, skapbráður og of oft í glasi. Aftur á móti eru vinur hans, Mike og Uncle Bill skemmtilegustu persónurnar og eiga þeir heiðurinn af besta gríninu í myndinni. Það sem stóð sérstaklega upp úr var þegar atriðið í Coven sem Uncle Bill lék í var tekið upp en tökurnar sem þurfti í það skiptu tugum.
Að öllu jöfnu hef ég gaman af heimildamyndum enda fjalla þær oftast um hluti sem eru áhugaverðir. American Movie fellur því miður ekki inn í þann hóp og einnig finnst mér það frekar tæp pæling að gera mynd um fólk einungis í þeim tilgangi að gera grín að því. Vissulega á myndin sína ljósu punkta og er fyndin á köflum en á heildina litið er hún langdregin enda ekki nógu áhugaverð til að fanga athygli áhorfandans allan tímann.
**1/2 /*****
1 comment:
Fín færsla.
Mér fannst myndin kannski ekki alveg svona neikvæð gagnvart Mark og Mike. Vissulega hlæjum við að þeim, en mér finnst samt eins og myndin beri ákveðna virðingu fyrir þeim líka. Það er a.m.k. mín upplifun af myndinni.
Post a Comment