Sunday, September 23, 2007
The Birth of a Nation
Sennilega hafa fáar myndir haft jafnafdrifaríkar afleiðingar og stórvirkið The Birth of a Nation. Það var í kjölfarið af frumsýningu þessarar myndar að hin herskáu samtök Ku Klux Klan voru endurreist eftir að hafa legið í dvala í 50 ár. Samtökin eru til enn þann dag í dag en eru nú aðeins skugginn af sjálfum sér miðað við áhrifamátt þeirra áður fyrr.
Myndin hefst árið 1860 og segir frá tveimur fjölskyldun, önnur er frá Norðurríkjunum en hin frá Suðurríkjunum. Saga þeirra er svo rakin í gegnum ýmsa sögulega atburði á borð við Þrælastríðið, morðið á Abraham Lincoln og stofnun Ku Klux Klan. Vendipunktur myndarinnar á sér klárlega stað í Ford leikhúsinu þar sem John Wilkes Booth myrti Lincoln og kallaði svo "Sic semper tyrannis". Eftir það hefst upplausnin í Suðurríkjunum og er þá einblínt á dýrslegt eðli svarta kynstofnsins.
Skilaboð myndarinnar eru skýr: svertingjar og hvítingjar munu aldrei geta lifað saman í sátt og samlyndi. Svertingjarnir eru sýndir sem ofbeldisfullar og illa upp alandi skepnur sem girnast hvítar konur. Þegar þeir komast svo til valda undir forystu hins illa hvítingja Silas Lynch er litið á stofnun Ku Klux Klan sem nauðsynlegt skref til að uppræta upplausnina í samfélaginu. Ku Klux Klan eru góðu gæjarnir, svertingjar eru vondu gæjarnir. Einföld skilaboð.
Þegar maður horfir á myndir á borð við The Birth of Nation verður að hafa í huga að þær voru gerðar fyrir rúmum 100 árum enda fær myndin að líða mikið fyrir skort á tæknibrellum. En aftur á móti inniheldur myndin heilmikið af eftirminnilegum atriðum sem eiga sér fá lík í kvikmyndasögunni. Í þessu samhengi ber helst að nefna morðið á Abraham Lincoln ásamt atriðinu þar sem hugmyndin að Ku Klux Klan búningunum kviknaði. Myndin er einnig mjög fyndin á köflum en húmorinn fær aðallega að bitna á svertingjum og þeirra fáránlegu hegðun.
Það getur sennilega ekki hver sem er haft gaman að meira en þriggja tíma, hlóðlausri og svart-hvítri mynd frá 1915. Ég datt hins vegar algjörlega inn í myndina frá fyrstu mínútu og hafði mjög gaman að henni. Sagan er mjög vel sögð og sögulegi bakgrunnurinn er áhugaverður. Frábær mynd!
****1/2
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Morðið á Lincoln var klárlega besta atriði myndarinnar, mjög flott útfært og virkaði eins og það skipti mann rosalegu máli. Geggjuð mynd.
Flott að þið skulið leggja í þessa mynd. Maður er ekki alltaf í skapi fyrir þriggja tíma þöglar myndir. En ég tek undir það - þessi er ansi góð. Það er orðið langt síðan ég horfði á hana - ég þarf greinilega að kíkja á morðið á Lincoln aftur...
Post a Comment