10. The Lost Weekend (1945)
Eins og kom fram í nýlegri bloggfærslu um þessa mynd þá er þetta besta Billy Wilder myndin sem ég hef séð og mér finnst sá meistari eiga skilið að hafa mynd á listanum. The lost Weekend er rosalega góð og áhrifamikil mynd þrátt fyrir að hún sé nokkuð mínímalisk þar sem hún gerist einungis á fáeinum dögum og við fylgjumst með sömu persónunni allan tímann. En það er kostur frekar en ókostur enda er sagan rosalega vel skrifuð og Billy Wilder kemur henni einstaklega vel frá sér. Stórleikur Ray Milland í aðalhlutverkinu setur svo punktinn yfir i-ið og gerir myndina að meistaraverki.
9. Ben-Hur
Sennilega er Ben-Hur ein allra epískasta mynd kvikmyndasögunnar. Þó að myndin sé þrír og hálfur tími að lengd þá verður hún aldrei langdregin enda er alltaf eitthvað gerast og myndin er stútfull af eftirminnilegum atriðum. Þar ber helst að nefna kappreiðarnar sem er nokkurs konar uppgjör milli góðu aðalpersónunnar og vonda gaursins - útkoman er tær snilld. Einnig er það alveg rosalegt þegar Jesús kristur birtist fyrst í myndinni og veitir Judah Ben-Hur hjálparhönd þegar hann er máttvana og þjáður eftir að hafa verið píndur tímunum saman. Charlton Heston fer á kostum í titilhlutverkinu og það er engin tilviljun að þessi mynd fékk 11 Óskarsverðlaun á sínum tíma.
8. Se7en
Persónusköpunin í þessari ræmu er hreint með ólíkindum og er vondi kallinn, John Doe, sennilega einn áhugaverðasti persónuleiki sem ég hef séð í kvikmynd. Klækir hans og snilligáfa í bland við geðveiki skapa dularfulla stemmningu í myndinni sem breytist svo í spennu sem magnast upp þangað til hún nær hámarki í rosalegu lokaatriði. Það er svo margt geðveikt við þessa mynd, t.d. er öll lögreglurannsóknin í heild mjög áhugaverð og atriðið þar sem John Doe lætur sjá sig í fyrsta skipti er ekkert smá nett. Morgan Freeman og Brad Pitt eru góðir í sínum hlutverkum en meistari Kevin Spacey á hreinilega þessa mynd þrátt fyrir að hann sé ekki beint í aðalhlutverki.
Thursday, November 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment