Með þessari mynd sannaði Billy Wilder fyrir mér að hann getur ekki bara gert hádramtískar myndir um alkhólista, útbrunnar kvikmyndastjörnur eða tryggingasvindlara heldur líka bráðfyndnar gamanmyndir. Some like it hot er stórkostlega fyndin og skemmtileg frá upphafi til enda en það eru Jack Lemmon og Tony Curtis sem sjá um að halda uppi gríninu ásamt kynbombunni Marilyn Monroe.
Myndin fjallar um tvo hljóðfæraleikara sem verða vitni að fjöldamorðum bandarísku mafíunnar og í kjölfarið gerast þeir klæðskiptingar og leggja á flótta til Flórída með kvennahljómsveit. Þar upphefst mikill farsi og þá sérstaklega eftir að annar þeirra verður ástfanginn af einum samspilara sínum og hinn er hundeltur af auðmanni sem getur ekki hamið ást sína á honum. Þegar mafíúósarnir koma svo aftur inn í myndina verður upp fótur og fit sem næst ekki að binda enda á nema með miklu blóðbaði. Svo er það alltaf á mörkunum hvort klæðskiptingarnir nái að halda upp lyginni sinni til lengdar og lenda þeir oft í vandræðalegum aðstæðum eins og sjá má á eftirfarandi tilvitnun:
Sweet Sue: "Didn't you girls go to a conservatory?"
Jerry (as Daphne): "Yes, for a whole year."
Sweet Sue: "I thought you said it was three years."
Joe: "We got time off...for good behaviour."
Það besta við myndina, að öðrum leikurum ólöstuðum, var glæstur leiksigur Jack Lemmon. Hann gat svo sannarlega leikið fleira en gamla kalla sem gera ekki annað en að rífast við Walter Mathau enda fékk hann Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í þessari mynd. Eitt fyndnasta atriði myndarinnar er þegar hann kemur sauðdrukinn og trúlofaður upp á hótelherbergi til sín eftir að hafa dansað tangó alla nóttina með auðkýfingnum sem áður var nefndur. Endirinn á myndinni er líka drepfyndinn og sennilega einn sá allra fyndnasti sem fyrir finnst í sögu kvikmyndanna. Í heildina litið er Smoe Like It Hot ekki bara mynd sem hægt er að hafa gaman að heldur er hún líka stórgóð og vel gerð.
****
Wednesday, November 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment