Á Víetnamstríðsárunum var uppi maður að nafni Frank Lucas sem sá um að uppfylla dópþörf New York búa. Hann smyglaði dópi beint frá Víetnam, með hjálp bandarískra hermanna, og seldi það algjörlega óþynnt og tandurhreint á lægra verði en tíðkaðist. Augljóslega varð Frank einvaldur á eiturlyfjamarkaðnum í kjölfarið og þegar best gekk þénaði hann milljón dollara á dag.
Á sama tíma starfaði lögregluþjóninn, Richie Roberts í eiturlyfjadeild lögreglunnar í New York. Hann var einn af örfáum heiðarlegum lögregluþjónum í borginni á þessum tíma og þáði aldrei mútugreiðslur. Hann barðist fyrir því af heilum hug að uppræta eiturlyfjasölu í borginni, þ.e. þeirri starfsemi sem Frank Lucas hafði lifibrauð af. Á sama tíma reynir Richie fyrir sér í lögmannsnámi í þeim tilgangi að fá málflutningsrétt fyrir dómstólum Bandaríkjanna.
Þetta eru sannir atburðir og um þetta fjallar kvikmyndin American Gangster.
Aðalpersónur myndarinnar eru leiknar af tveimur meisturum; Denzel Washington (Frank) og Russel Crowe (Richie). Þeir standa sem fyrr fyrir sínu og eiga stóran þátt í því að skapa eina bestu mynd ársins 2007. Russel Crowe hefur haft nokkuð hægt um sig í stórmyndagerð síðan hann gerði Gladiator en í þetta skiptið bregst honum ekki bogalistin. Vel er að verki staðið við gerð þessarar myndar að öllu leyti og þar að auki er hún skemmtilegt og spennandi frá upphafi til enda. Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á góðum bíómyndum skelli sér á þessa á meðan hún er enn í bíó.
****1/2
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment