Sunday, November 25, 2007

The Rules of the Game

Ég hef séð margar góðar bíómyndir í gegnum tíðina og oft hef ég settið gáttaður eftir góða bíómynd vegna þess hversu mikil snilld hún var en sjaldan eða aldrei hef ég upplifað jafnmikið meistaraverk og hið mikli stórvirki frá tíma frönsku rómantíkurinnar, The Rules of the Game.

Myndin fjallar í grófum dráttum um André Jurieux, sem er heimsfrægur flugmaður, og ást hans á Christine sem er einnig elskuð af tveimur öðrum mönnum; Octave og Robert, eiginmanni hennar. Í seinni hluta myndarinnar fer fram matarboð sem inniheldur þau öll og upphefst þá mikill farsi og dramatík.

Myndin er snilldarlega gerð að öllu leyti, leikurinn er til fyrirmyndar og persónusköpunin er með ólíkindum. Besta atriðið atriði myndarinnar jaðrar við að vera kvikmyndafræðileg fullkomnun en í því fara persónur myndarinnar á kanínuveiðar. Ein af skemmtilegri persónum myndarinnar er öryggisvörðurinn Schumacher en í lok myndarinnar er hann rekinn úr starfi sínu og er su stund svo dramatísk að áhorfendanum líður eins og það sé verið að reka hann sjálfan úr starfi. Annað dramatískt atriði á sér stað stuttu síðar þar sem ein af aðalpersónum myndarinnar er skotin til bana og sá áhorfandi sem fellir ekki tár yfir því atriði hlýtur að hafa steingert hjarta.

Enginn áhugamaður um kvikmyndir má láta þessa epík fram hjá sér fara enda má segja að franska rómatíkin hafa náð hápunkti sínum þegar þessi mynd kom út árið 1939. Myndin er bæði skemmtileg og dramtísk og hún inniheldur jafnframt mörg stórkostleg atriði. Jean Renoir hefur svo sannarlega stimplað nafn sitt í kvikmyndasögunni með því að gera þessi mynd en orð á borð við Snilld, meistari, snilld lýsa honum best. Þeir sem hafa ekki enn séð The Rules of the Game: Þið eruð að missa af heilmiklu!

*****

No comments: