Monday, October 15, 2007

RIFF - Ledsaget udgang


Ég skellti mér á Temporary Release á lokadegi RIFF þar sem það var uppselt á 4 mánuði, 3 vikur og 2 daga. Myndin er dönsk og fjallar um tvo menn; John, fanga sem fær að fara úr fangelsinu í einn dag vegna brúðkaups sonar síns og Bo, fangvavörðinn sem á að fylgja honum. Í gegnum alla myndina er fylgst með þessum kauðum við hvert fótmál.


Það sést strax í byrjun hversu ólíkir karakterar Bo og John eru þar sem Bo er hógvær og lítillátur en John harður og dónalegur. Bo virðist ekki vera þeim vanda vaxinn að fylgjast með John sem ætti að geta flúið auðveldlega. Þegar lengra dregur í myndinni eru persónurnar svo allt í einu skapaðar upp á nýtt og þá sérstaklega Bo. Hann verður skyndilega að einhverjum allt öðrum náunga en þeim sem við höfðum verið að fylgjast með alla myndina. Þetta er liður í þeim rembingi leiktjórans að búa til alveg rosalegt plott á myndina en sú tilraun hans er því miður frekar mislukkuð. Úr verður ruglingslegur endir þar sem áhorfandinn skilur varla hvað snýr upp eða niður lengur.


Myndin er á heildina litið ekkert spes. Á tímabili var hún reyndar mjög fyndin og margir leikaranna stóðu sig ágætlega svo hún er langt frá því að vera alslæm. En það versta er hins vegar, eins og áður kom fram, sorgleg tilraun leikstjórans til að búa til trylltan lokakafla, í anda mynda eins og The Usual Suspects og The Sixth Sense, sem getur í besta falli talist kjánlegur.


**



No comments: