Tuesday, November 27, 2007

The Lost Weekend

The Lost Weekend kom út árið 1945 og í kjölfarið var leikstjórinn og handritshöfundurinn, Billy Wilder, margverðlaunaður fyrir þetta stórvirki. Myndin hlaut meðal annars Óskarsverðlaun sem besta mynd en þar að auki fékk hún Óskar fyrir leikstjórn, handrit og besta karlleik í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Charles R. Jackson sem kom út árið áður og fylgir myndin söguþræði bókarinnar nokkuð vel eftir. Í bókinni er þó fjallað um meinta samkynhneigð aðalpersónunnar, Don Birnham, í háskóla en Billy Wilder ákvað að hafa það ekki með í kvikmyndinni.

Myndin segir frá lífi mislukkaðs rithöfunds sem er fastur í viðjum áfengisfíknar. Við fáum að sjá fimm daga úr lífi hans þar sem fíknin magnast upp með hverjum deginum og hefur sífellt meiri og verri áhrif á samband hans við sína nánustu. Á endanum er hann orðinn svo illa leikinn að er farinnað missa tengslin við raunveruleikann og lætur ekkert stoppa sig við það að útvega sér áfengi þegar hann er staurblankur.

Eins og í flestum Billy Wilder myndum þá er sagan hröð og áhorfandinn vel með á nótunum allan tímann. Wilder lagði meira upp úr handritaskrifum heldur en kvikmyndatöku og þar af leiðandi eru myndir hans mun skemmtilegri og áhorfendavænni heldur en mörg önnur stór númer í kvikmyndasögunni. Þó svo að hann nái ekki að skapa ógleymanleg atriði með kvikmyndatöku þá tekst honum það með góðu handriti og góðri leikstjórn. T.d. er atriðið úr þessari mynd þar sem Don Bornham byrjar að sjá ofsjónir alveg kynngi magnað ásamt atriðinu þar sem hann er að leita að áfengisflösku sem hann faldi í íbúðinni sinni. Þessi atriði hefðu þá einungis verið skugginn af sjálfum sér ef ekki hefði verið fyrir fra´bæra frammistðu Ray Millan í aðalhlutverki myndarinnar.

Eftir að hafa horft á fimm Billy Wilder myndir, sem eiga að teljast þær bestu eftir hann, þá er ég kominn á þá skoðun að The Lost Weekend sé sú allra besta þeirra. Myndin er mjög áhrifarík og ógelymanleg og fer klárlega í hóp með bestu myndum sem ég hef séð.

*****

1 comment:

Siggi Palli said...

Mér finnst einmitt svo frábært með Billy Wilder að þrátt fyrir að sagan sé í fyrirrúmi þá skilar hann hlutunum á svo "kvikmyndalegan" hátt. Eins og það hvernig aðalpersónan finnur loks flöskuna eða upphafsskotið (sem minnir nota bene talsvert á upphafsskotið í Psycho, bara 15 árum fyrr).