Kveikjan að því að ég byrjaði að horfa á Six Feet Under í síðasta jólafríi var svakaleg lýsing Ingólfs Halldórssonar á téðum þáttum sem má finna á bloggsíðu hans. Núna þegar ég er búinn að horfa á alla 63 þættina þá get ég ekki sagt annað en að ég sé ósáttur. Ég er ósáttur með að vera búinn að horfa á þessa snilldarlegu þætti út í gegn vitandi það að ég mun sennilega aldrei aftur upplifa sjónvarpsefni sem kemst með tærnar þar sem Six Feet Under er með hælana. Það er svo sem til fullt af góðu sjónvarpsþáttumi en Six Feet Under er bara algjörlega sér á báti. Þessir þættir verða seint, ef einhvern tímann, toppaðir. Ég geng þó ekki jafnlangt og hann Ingólfur vinur minn með því að segja að þetta sé besta sjónvarpsefni ever vegna þess að allir vita að enski boltinn og meistaradeildin eru besta sjónvarpsefni ever en á mínum topplista yfir sjónvarpsþætti trónir Six Feet Under pikkfast á toppnum.
Höfundur þáttanna, Alan Ball, skrifaði einnig að handritið að bestu bíómynd sem ég hef séð, American Beauty og því er hann með fast sæti á mínum lista yfir menn sem ætti að taka í guðatölu. En það er alveg ótrúlegt hversu góð handrit maðurinn getur skrifað – svona ólíka ótrúlegt og það hversu góður Cristiano Ronaldo er góður í fótbolta. Persónusköpunin í SFU er með eindæmum góð, conceptið í þáttunum er mjög sniðugt þó svo að það hafi hljómað illa þegar ég las um það fyrst, allt tilfinningaflæði í þáttunum hefur gífurleg áhrif á mann því maður nær að bonda svo vel við persónurnar frá byrjun og endirinn er eitt það allra svakalegasta sem ég hef séð.
Ég geri mér þó grein fyrir því að SFU er ekki sjónvarpsefni sem allir
geta gengið í og elskað frá byrjun. Margir mundu jafnvel kalla þetta þynglindislegt vælusjónvarpsefni. Ég held þó að allir sem horfa á þættina út í gegn verði ekki sviknir þó svo að þeir þurfi nokkra þætti í byrjun til að detta inn í þetta. Vissulega eru þættirnir þó þunglyndislegir enda spila djúpar tilfinningar stórt hlutverk og dauðinn er ávallt yfirvofandi þannig að ef fólk er í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum þá er SFU kannski ekki besta meðalið.
Í stuttu máli fjalla þættirnir um fjölskyldu sem rekur útfarastofu og þeirra nánustu. Bræðurnir David og Nate sjá um reksturinn en systir þeirra og móðir búa einnig á Funeral heimilinu. Mamman er klárlega leiðinlegasta persónan í þáttunum og það er jafnframt stærsti galli þáttanna hvað hún er alltaf ógeðslega leiðinleg og grenjandi. Hinar persónurnar eru samt það áhugaverðar að þær vinna þetta upp og þar fara Nate og Keith fremstir í flokki. Mér fannst líka sniðugt að láta David vera homma til að auka fjölbreytnina í þáttunum en seinna komst ég að því að það er bara vegna þess að Alan Ball er sjálfur hommi og hann treður hommum inn í öll handrit sem hann skrifar. Lykilatriði í því hvað persónusköpunin er góð er líka hlutverk leikaranna en SFU eru geigvænlega vel leiknir þættir og væri ég til í að sjá meira af mörgum leikurunum þaðan.
Næsti hluti inniheldur spoilera. Ef þú hefur ekki horft á Six Feet Under þættina þá skaltu ekki eyðileggja fyrir þér með því að lesa áfram - þú munt sjá eftir því!
Dauðsföllin í byrjun þáttana eru misáhugaverð og vissulega standa þau upp úr þar sem lykilpersónur dóu. Hins vegar eru mörg þeirra mjög eftirminnileg eins og þegar gæinn sem var á sýrutrippi stökk niður af þakinu og svo var askan hans send til fjölskyldu Lindu. Það var líka snilld þegar allar uppblásnu kynlífsdúkkurnar fóru upp í loft og einhver gömul geðveik gella hélt að þetta væru englar og dó svo í kjölfarið. Svo var líka þegar röð tilviljana eftir að einhver gæi ákvað að vaða uppi í Indverjabúð leiddi til dauða búðareigandans.
Allar seríurnar fylgja svipaðri formúlu en þær byrja á einhverju svakalegu eins og þegar Nathaniel dó í fyrstu sériunni og dala svo þangað til í svona 8. -9. þætti og þá kemur annað klæmax, t.d. eins og í 2. seríu þegar Nate var að glíma við AVM. Þess á milli er einfaldlega verið að fylgjast mað hversdagslegu lífi aðalpersónanna og þá það hlómi grútleiðinlegt það er það þvert á móti stórskemmtilegt. En vissulega er enn skemmtilegra þegar eitthvað fer að gerast. Oft enda seríurnar í miðju klabbinu og því get ég ekki ímyndað mér hvernig það hefði verið að fylgjast með þáttunum þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi – ég hefði að minnsta kosti ekki meikað biðina á milli þátta, hvað þá milli sería.
Það er svo ótrúlega mörg geðveik atriði úr SFU sem sitja lengi í manni á borð við dauða Nathaniels, dauða Nate, allur þátturinn þar sem David tók upp puttalinginn, þegar Nate fór í aðgerð og síðast en síst lokaatriðið sem er ein dúndrandi snilld. Það er ótrúlega sorglegt að fylgjast en samt gleðilegt á sinn hátt líka vegna þess að maður sér að öllum tókst að lifa löngu, góðu og hamingujsömu lífi þrátt fyrir allt sjittið sem á undan hafði gengið.
Það verða ekki fleiri spoilerar héðan í frá
Það vekur upp blendnar tilfinningar að vera búinn að horfa á alla þættina, sem komu út á fjórum árum” á rúmum einum og hálfum mánuði. Kannski hefði maður notið þeirra meira á lengri tíma en eins og ég sagði áðan þá hefði ég aldrei meikað biðina. Það versta er þó að hugsanlega mun ég aldrei sjá sjónvarpsþætti í þessum klassa aftur á ævinni. Ég mæli með því allir sem fýla gott stöff láti SFU ekki fara fram hjá sér vegna þess að þessir þættir eru gullnáma fyrir ykkur en þeir sem eru vanir að horfa á drasl eins og Two Weeks Notice - þeir skulu bara halda sig við Friends.
*****